Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 30
28
félagsbréf
milli líkt og læknirinn og apótekarinn í Kantaraborgarsögum Chaucers:
„Hvor fékk hinn til að vera á sínu bandi.“ Unga skáldið framgjarna kem-
ur nægilega miklu af óljósum, tvíræðum hugtökum, fjarstæðum andstæð-
um, kaldhæðni og fjarrænum táknum fyrir í verkum sínum, því sem W. H-
Auden hefur nefnt „yfirlagðan skringileika“, til þess að gagnrýnandinn geti
lifað af því að leysa úr leynilyklinum. Unga skáldið fær auk þess auglýsingu
út úr þessari samvinnu. Mörg þessi ljóð koma manni fyrir sjónir eins og
óframkölluð ljósmyndafilma, unz þau komast í myrkrakompu hins ný-
tízkulega gagnrýnanda. Loks kemur að því, að sökum þessarar samvinnu
fer gagnrýnandinn að álíta hlutverk sitt mikilvægara en skáldsins, alveg
eins og komið hefur fram mjög rík tilhneiging til þess að undanförnu i
Bandaríkjunum að álíta hlutverk stjórnanda sinfóníuhljómsveitarinnar
mikilvægara en tónskáldsins sjálfs. Vera má, að hin almenna og ríka til-
hneiging þeirra tíma, sem við lifum á, til þess að sundurgreina alla hluti,
eigi sin þátt í því að rangfæra mat á skáldskap og listum. Randall Jarrell
hefur látið falla orð um, að á okkar dögum sé mikilvægi gagnrýnandans
„ofmetið fram úr öllu hófi.“ Við lifum auðvitað á tímum milligöngu-
mannsins, staðgengilsins, þetta eru tímar veðmangarans fremur en þess,
sem fé sitt leggur fram, sölumannsins fremur en framleiðandans, í viss*
um skilningi er þetta tímabil ljósmóðurinnar. Aftur á móti hlýtur það
jafnan að vera nokkrum vafa bundið, hvort hlutverk ljósmóðurinnar, sem
tekur á móti „barninu“, á að teljast mikilvægara en foreldrisins, sem gal
barnið eða fæddi það af sér.
Á undanförnum árum hefur farið að bera allmikið á andstöðu gegn
þeirri einokunaraðstöðu, sem nýgagnrýnendur hafa notið hjá sumum bók-
menntatímaritum okkar, þó sú andstaða hafi ekki verið skipulögð á neinn
hátt og markmið hennar verið heldur óljóst. Meðal þeirra tímarita, sem
einkum hafa hossað nýgagnrýninni má nefna Kenyon Review, Partisan
Review og Hudson Revieiv. Það er ekki þar með sagt, að þessi rit hafi
ekki birt margar ágætar og gagnlegar greinar um bókmenntir og listir,
því slíkt væri með öllu rangt, en hér er ekki mögulegt að ræða þær frekar.
Hins vegar hafa margir þeirra, sem stöðugt fylgjast með og lesa það efu1’
er þessi bókmenntarit flytja, orðið fullsaddir af hinni endalausu nýgagn
rýni, eins og nýleg ummæli Elizabeth Bishops bera með sér: „Skilgreinmg
á ljóðagerð er að verða æ mikillátari og banvænni. Eftir að hafa seti
um stund við lestur hinna háfleygari tímarita, tapar maður allri löngun