Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 34

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 34
32 FÉLAGSBRÉF erfitt að ná í mig. Auk þess neita ég því ekki, að stundum er ég 'blátt áfram neyddur til að láta mig týnast, svo að ég geti einbeitt mér að ritstörfum. BÓKAIÍTGEF.: Ég skil þetta — og mér þykir afar leitt að vera að ónáða yður á heimili yðar. En núna má segja, að ég geri það bara í lífsnauðsyn. RITHÖF.: Allt í lagi. Tölum ekki meira um það. En ég man ekki betur en að við værum dús í gamla daga, er það ekki rétt? BÓKAÚTGEF.: Jú, það er rétt. En nú eruð þér orðinn heimsfrægur rit- höfundur, svo að mér ber að auðsýna yður virðingu. RITHÖF.: Frægð er hjóm, vinur minn. Við skulum held ég láta okkur hafa það að vera dús áfram. (Ytir til lians vindlakassa). Má bjóða þér vindil? BÓKAÚTGEF.: Þakk, ef ég má kannske taka hann með mér heim? RITHÖF.: Já, auðvitað, gerðu svo vel. (Bókaútgefandinn stingur vindli í vasann. Rithöfundurinn kveikir sér í vindli — bœtir viS). Já, ég man. Þú varst mjög örlátur við mig á vindla hérna á árunum, þegar ég var á sífelldu rjátli til þín í erindisleysu með ljóð nhn og smásögur. BÓKAÚTGEF.: Já, því miður bar ég ekki gæfu til að skilja list yðar — —' eh list þína þá. í raun og veru er það alveg ófyrirgefanlegt af mér, enda sýp ég seyðið af því nú. RITHÖF.: En blessaður vertu, þetta er ekki annað en það, sem alltaf hefur viðgengizt. Samtíðin skilur aldrei nema mjög fáa af snillingum sínum, og þá aðeins þá, sem auðmeltastir eru. Það er lögmál. BÓKAÚTGEF.: Það voru líka þeir tímar þá. Fólkið hafði mestan áhuga á að fá til lestrar myndskreytt og marglit blöð. En þessi tegund út- gáfustarfsemi hafði fyrst rutt sér til rúms á vesturhveli jarðar. En það kom fljótlega að því, að fólk vildi líka fá þetta hér á landi. Við urðum önnum kafnir við að prenta þetta og gefa það út, fólkið reif þessar bókmenntir út, hráblautar úr prentsmiðjunum. RITHÖF.: Já, þú meinar þetta, sem í þá daga var kallað glæparit og hasarblöð og þess háttar dót? BÓKAÚTGEF.: Já, ég meina það. En þetta var sjáðu, eins og þú manst, áður en bókaútgefendur tóku höndum saman við yfirstjórn mennta- mála og kennslumála um að þroska smekk fólksins og í öðru lagi um að koma í veg fyrir innflutning á óhroðanum. En eina afsökun okkar hókaútgefenda er sú, að fólkið vildi í þá daga helzt ekki nerna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.