Félagsbréf - 01.06.1961, Qupperneq 35

Félagsbréf - 01.06.1961, Qupperneq 35
FÉLAGSBRÉF 33 ruslið. Því var það, að við vorum alltaf að gef-a það út. En ég skil vel, að þið rithöfundar hafið verið gramir okkur. RITHÖF.: Ég er áreiðanlega búinn að fyrirgefa þér það fyrir löngu síðan, hafi ég nokkurn tíma verið gramur þér fyrir að vilja ekki gefa út ■ eftir mig, Auðbjörn minn. En ég man það var annað, sem ég átti lengi bágt með að fyrirgefa þér (hlœr). BÓKAÚTGEF. (kvíSinn): Ha? Hvað — hvað var það? RITHÖF.: Jú, sjáðu, það var þetta með fötin. BÓKAÚTGEF.: Hvaða föt? RITHÖF. (brosandi): Þú gafst mér nefnilega einu sinni föt. Þegar þú varst búinn að gera mig afturreka þrívegis með ljóðabókarhandrit og tvívegis með smásagnasöfn, þá afgreiddirðu mig að lokum með því að gefa mér notuð föt af þér. Ég ætlaði aldrei að komast yfir það. BÓKAÚTGEF.: Já, en ég gerði þetta í góðri meiningu. Ég hélt bara, að þér gæti komið það vel. Og fötin voru mjög lítið notuð. RITHÖF.: Mikil ósköp. Þetta voru ágætis föt, lítið notuð og úr vönduðu efni — sem sagt fyrirtaks föt nema hvað þau pössuðu alls ékki á mig, ég skrölti innan í þeim eins og fuglahræða, því að ég var nefni- lega grannur og horaður í þá daga. Þetta varð sjálfsvirðingu minni ofraun. En auðvitað varð ég að þiggja fötin, í fyrsta lagi vegna þess að ég mátti ekki undir neinum kringumstæðum eiga á hættu að móðga þig, ef þú skyldir einhvern tíma í framtíðinni fáanlegur til þess að gefa út eftir mig, og í öðru lagi, þá átti ég engin nothæf föt önnur en leppana, sem ég stóð í og þeir voru ekki beysnir. BÓKAÚTGEF. (áhyggjujullur); En ég segi þér satt, ég legg það við drengskap minn, að ég gerði þetta af góðum hug og í beztu meiningu. Hefði ég haft minnsta hugboð um, að það særði þig, myndi ég alls ekki hafa gert það. RlTHÖF.: Þetta er búið og gleymt. Vissulega hefði ég átt að vera þér þakklátur fyrir þessa hugulsemi, jafnvel þótt þau pössuðu illa, því eins og ég sagði vanhagaði mig sárlega um föt. En sálarlífi mínu var þannig háttað á þessum árum, að mér fannst ég verða að aumingja í hvert sinn, sem ég fór í þessi gjafaföt. Mér var annars sagt, að þú hefðir haft til siðs í þá daga að gefa fátækum föt þín strax og eitthvað fór að sjá á þeim og fá þér ný í staðinn. Var það rétt?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.