Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 36

Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 36
34 FÉLAGSBRÉP BÓKAÚTGEF.: Ó-já, ég gerði það nú stundum, o-já. — En síðan hefur margt breytzt. Ég gef ekki föt núna. RITHÖF.: Hm. Já. (Lítur á armbandsúríS sitt). Var það eitthvað, sem ég gat gert fyrir þig? BÓKAÚTGEF.: Já, ég — ég ætlaði að fara þess á leit — ja, mér er það mjög áríðandi að fá að gefa eitthvað út eftir þig á þessu eða næsta ári. RITHÖF.: Það lízt mér dauflega á. Ég er smeykur um, að ég sé búinn að lofa öllu, sem ég læt frá mér fara á næstunni. En ég hitti fyrir nokkru ungan höfund, sem hélt sig myndi geta baft tilbúið handril að fyrstu hók sinni innan fárra daga. BÓKAÚTGEF.: En mér er lífsnauðsyn að fá að gefa út eftir einhvern af ykkur hinum snjöllu og andríku höfundum. RITHÖF.: Já, en kæri vinur, það eru fleiri en ég, sem til þeirra teljast. Við erum nú tuttugu í Félagi fyrsta flokks höfunda, og það er hreint ekki lítið í svo fámennu landi sem okkar. BÓKAÚTGEF. (mœ'ðulega): Ég er búinn að tala við hina nítján án þess að verða nokkuð ágengt. RITHÖF.: Þá verðurðu líklega að snúa þér til þeirra í félögum annars flokks og þriðja flokks höfunda. BÓKAÚTGEF.: En við erum bara alveg dæmdir úr leik, ef við fáum ekki að gefa út a.m.k. eina bók eftir ykkur úr hópi fyrsta flokks höfunda. Eins og þú veizt er smekkur lesendanna alltaf að þroskast og kröf- urnar frá þeim um góðar bókmenntir verða alltaf háværari og háværari. RITHÖF.: Já, sem betur fer hafa lesendurnir þroskazt mikið. En það hafa rithöfundar að sjálfsögðu gert líka. Mér er tjáð, að það séu margir efnilegir höfundar í Félagi annars flokks höfunda, jafnvel í Félag) þriðja flokks höfunda. BÓKAÚTGEF.: En það er ómögulegt að lifa af því að gefa einvörðungu út eftir þá. Allt síðastliðið ár gaf ég aðeins út eftir þá í þessum fé' lögum, og ég bara tapaði og tapaði. RITHÖF.: En þessir höfundar verða líka að lifa. BÓKAÚTGEF.: Já, auðvitað. En þeir standa þó snöggt um betur að vígi en við útgefendur, þar sem þeim eru tryggð lágmarkslaun. En þa^ er nú einu sinni orðið svo, að fólk vill ekki lengur sjá glæpasögur og leynilögreglusögur. Það krefst góðra bókmennta. Og bókasöfnin vilja

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.