Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 47

Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 47
FÉLAGSBRÉF 45 Talið er, að synir Þorsteins í Ási hafi með ofríki sínu hrakið þá Magnús Jónsson sýslumann og bræður hans þrjá brott úr héraðinu. Vera má að Sigfús sveigi að því í eftirfarandi vísum: Horskir menn, sem heimsins mekt sér höfðu mest til búna, en það þykir mér undarlegt, eru þeir burtu núna. Voru menn, og vissa ég það volduglegir í mörgum stað, höldafjöldinn hné þeim að, heimurinn og fortúna. Eru þeir burtu núna. Ljóð Sigfúsar bera glögg merki samtíðar sinnar öðrum þræði. Hann ber sig aumlega undan freistingum heimsins en gleðst þó í laumi yfir veraldar- innar prjáli og fegurð náttúrunnar. Þegar sólarbirtu ber á blankan turn og skíragler, á kvennaskara og kóngaher, kaupskip, segl og reiða, guðvefspell og glæsta höll, grænan lund og sléttan völl, steindan múr og strætin öll, stál og lilju breiða, — guðlegt yndi greini eg frítt ' það gengur vltt og gerir ei nokkurn leiða. Hann er mannlegri flestum eða öllum samtíðarmönnum sínum í kenni- Riannastétt, og í sumum vandlætingarljóðum hans bregður fyrir kímni, sern er fátíð á þeirri öld. Átt hef ég við hold og heim heldur margt að spjalla, minnst var ég á móti þeim, mjög vel þótti mér falla.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.