Félagsbréf - 01.06.1961, Page 49

Félagsbréf - 01.06.1961, Page 49
FÉLAG-SBRÉF 47 Sá var minni sálu trúr, sem sigurinn vann á jörðu. Þannig liðu árin í ljóðagerð og baráttu við fátækt og vos. Ekki voru bæjargöngin háreist á Stað í Kinn þegar séra Sigfús bar þar fyrst að garði og þar verður ekki breyting til bóta. Öll þjóðin berst í bökkum. Hallæri og plágur, eldgos, ísar og harðræði bætast við kúgun og miskunnarlaust skilningsleysi konungsvaldsins. Dauðinn einn linar þjáningar þessarar vesælu þjóðar. Sigfús skáld gjörist nú gamall maður og farinn að heilsu. Öldin fer senn að kveðja. Daginn fyrir Þorláksdag árið 1597 rís hann sjúkur úr rekkju. Hann staulast fram dimm og hrörleg bæjargöngin og styður sig við raka moldar- veggi. Með hjálp góðra manna kemst hann í kirkju. Að lokinni bæn er hann aftur studdur til bæjar. Hann staðnæmist á hlaðinu og horfir yfir sveitina. Skammdegissólin bjarmar dauflega yfir Þingey. Ullarfoss í klaka- böndum. Fönn yfir landi. Þá hefur hann raust sína gamla og hása og mælir fram sitt síðasta Ijóð: Ó, drottinn kær ég þakka þér miskunnarheit mörg í þessum reit. Hef ég nokkra stund hér á kirkjufund orði þínu þént, þú hefur mér kennt. Fólkið hefur mér hlýtt svo sem þér í helgri trú orðið hjálplegt nú. Þinn set ég frið yfir þetta lið. Guð drottinn sjá svo geng ég frá.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.