Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 51

Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 51
BÆKUR Einrœðisherrann frá Sandströnd Steján Jónsson: Sendibréf frá Sandströnd, skáldsaga, 246 bls. Menningarsjóður, 1960. etta er saga um þorpið, islenzkt sveitaþorp, saga þessa olnbogabarns í þróun íslenzka þjóðfélagsins. Sveitabú- skapurinn eins og hann var rekinn fram eftir öldum, var ekki til þess fallinn, að upp risu mörg sveitaþorp eða kauptún eins og þau tiðkast hvað mest í nágranna- löndum okkar. Þau Jón Ásbjörnsson smiður og Her- dís kona hans gerast landnámsmenn á Sandströnd, en þar er ferja, sem kona smiðsins annast að mestu leyti, og stað- urinn er vel í sveit settur. Þarna rennur ain fram um eyrar, og hér er nokkur jarðhiti. Það kemur að því, að kaup- Waður einn eygir hér möguleika ýmsa og fmr augastað á staðnum. Lárus Hansen flyzt þangað með fjölskyldu sína, eftir að hann hefur náð einhverjum samning- um við Jón smið og látið byggja reisu- kgt íbúðarhús þar og verzlunarhús. Þar •^eð er risin upp kaupmannsverzlun á Sandströnd, og ekki líður á löngu, unz hann byggir sláturhús og stendur í ýmsum framkvæmdum öðrum. Laupmannsverzlun Lárusar Hansens dafnar og blómgast, bann hefur gott vit á verzlun og kann að maka eigin krók, en hann er ekki alls kostar óvinsæll, hef- ur lag á þvi að tala við karlana í sveit- inni í kring, og þeim líkar viðskiptin ekki alltaf sem verst. Þá kemur að því, að gamli Hansen kaupmaður fellur frá og Hinrik sonur hans tekur við, kald- lyndur maður, svarafár og fáskiptinn. Hann eykur mjög á vöxt fyrirtækjanna, hefur umboðsmenn út um allar sveitir og sendir þeim skilaboð á gulum miðum, stuttorð og skipandi. En ómannblendni hans vekur tortryggni, menn fara jafn- vel að gera því skóna að hann sé ekki alveg heill á sönsum og það gæti verið hættulegt að trúa slíkum manni fyrir við- skiptum og fjármunum sínum. Menn fóru að pískra saman og jafnvel halda smá- fundi. Hjá Hinriki Hansen, syni gamla Lárusar Hansens, starfar strákur að nafni Árni Jónsson, frá Reykjakoti. Hann vinnur við sendiferðir og kemur gulu seðlun- um lians Hinriks til skila. Ekki liða mörg ár unz hann verður einn af umboðs- mönnum kaupmanns. — En hann hugs- ar sér að komast lengra, pilturinn sá. Hann er duglegur, og á ferðum sínum i þágu kaupmanns kynnist hann mæta vel fólkinu í nærsveitum Sandstrandar, hugum þess og háttum, sem og hugsun- arhætti, sem er eigi síður mikilsvert. —

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.