Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 51

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 51
BÆKUR Einrœðisherrann frá Sandströnd Steján Jónsson: Sendibréf frá Sandströnd, skáldsaga, 246 bls. Menningarsjóður, 1960. etta er saga um þorpið, islenzkt sveitaþorp, saga þessa olnbogabarns í þróun íslenzka þjóðfélagsins. Sveitabú- skapurinn eins og hann var rekinn fram eftir öldum, var ekki til þess fallinn, að upp risu mörg sveitaþorp eða kauptún eins og þau tiðkast hvað mest í nágranna- löndum okkar. Þau Jón Ásbjörnsson smiður og Her- dís kona hans gerast landnámsmenn á Sandströnd, en þar er ferja, sem kona smiðsins annast að mestu leyti, og stað- urinn er vel í sveit settur. Þarna rennur ain fram um eyrar, og hér er nokkur jarðhiti. Það kemur að því, að kaup- Waður einn eygir hér möguleika ýmsa og fmr augastað á staðnum. Lárus Hansen flyzt þangað með fjölskyldu sína, eftir að hann hefur náð einhverjum samning- um við Jón smið og látið byggja reisu- kgt íbúðarhús þar og verzlunarhús. Þar •^eð er risin upp kaupmannsverzlun á Sandströnd, og ekki líður á löngu, unz hann byggir sláturhús og stendur í ýmsum framkvæmdum öðrum. Laupmannsverzlun Lárusar Hansens dafnar og blómgast, bann hefur gott vit á verzlun og kann að maka eigin krók, en hann er ekki alls kostar óvinsæll, hef- ur lag á þvi að tala við karlana í sveit- inni í kring, og þeim líkar viðskiptin ekki alltaf sem verst. Þá kemur að því, að gamli Hansen kaupmaður fellur frá og Hinrik sonur hans tekur við, kald- lyndur maður, svarafár og fáskiptinn. Hann eykur mjög á vöxt fyrirtækjanna, hefur umboðsmenn út um allar sveitir og sendir þeim skilaboð á gulum miðum, stuttorð og skipandi. En ómannblendni hans vekur tortryggni, menn fara jafn- vel að gera því skóna að hann sé ekki alveg heill á sönsum og það gæti verið hættulegt að trúa slíkum manni fyrir við- skiptum og fjármunum sínum. Menn fóru að pískra saman og jafnvel halda smá- fundi. Hjá Hinriki Hansen, syni gamla Lárusar Hansens, starfar strákur að nafni Árni Jónsson, frá Reykjakoti. Hann vinnur við sendiferðir og kemur gulu seðlun- um lians Hinriks til skila. Ekki liða mörg ár unz hann verður einn af umboðs- mönnum kaupmanns. — En hann hugs- ar sér að komast lengra, pilturinn sá. Hann er duglegur, og á ferðum sínum i þágu kaupmanns kynnist hann mæta vel fólkinu í nærsveitum Sandstrandar, hugum þess og háttum, sem og hugsun- arhætti, sem er eigi síður mikilsvert. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.