Félagsbréf - 01.06.1961, Qupperneq 63

Félagsbréf - 01.06.1961, Qupperneq 63
FÉLAGSBRÉF 61 „Ég veit það ekki. — Mér stendur á sama — það skiptir engu máli." lianna Kristjónsdóttir: Ást á rauðu ljósi. Bókaútgáfan Sagan. — 179 bls. Reykjavík 1960. Fyrir jólin kom út bók er nefnist „Ást á rauðu ljósi“. Höfundur hennar er Hanna Kristjónsdóttir. Hanna er ung „Reykjavikurstúlka“, gift og tveggja barna móðir. Er þetta fyrsta bók hennar. Leitast hún við að lýsa í henni þeim hluta nútímaæskunnar, sem svo illa er komið fyrir, að hana skortir ekkert nema lífsskoðun. Bókin fjallar að mestu um tvö ung- menni, sem eru trúlofuð og elskast heitt. Nefnast þau María Sjöfn og Þorkell. Bæði þrá að fara til Parísar, hún til að mála, hann til að læra listfræði. 1 vegi fyrir þvi stendur hin rika móðir Þor- kels, sem er bæði á móti listfræðinni og stúlkunni. Vill hún, að Þorkell hefji störf 1 fjölskyldufyrirtækinu. Þrátt fyrir and- stóðu hennar tekst þeim að fara, og bókin endar í sælu á flugvellinum í Glasgow. Bókin er víðast læsileg og höfundi tekst að ná athygli lesanda og halda henni til enda. Verður það að teljast nokkurt nfrek. Bókin er skrifuð í dagbókarformi. Fyrsta óaginn er dagbókin 7 síður, annan 12, briðja 10, og fjórða 15 síður. Þá virðist óagbókarritari fá pennaþreytu, því 15 ^agar líða áður en næst er fært inn í búkina. Úr því er hún slitrótt, enda munu b*ir, sem nenna að skrifa 10—15 prentað- ar síður að loknu dagsverki, sér i lagi begar innihaldið er lítilvægar samræður °S hversdagslegar athafnir. Fyrsti kaflinn er bezti hluti bókarinn- ar, og í byrjun, þegar María Sjöfn tekur á móti móður sinni, drukkinni og illa til reika, er eina skiptið sem höf. hefur raunverulega samúð með sögupersónum sínum. Gæðin fara svo minnkandi eftir því sem lengra liður á bókina. Svo er komið í lok bókarinnar, að skyn- semi og smekkvísi virðast hafa yfirgefið höfund. Hefur María Sjöfn þá komizt að iþeirri niðurstöðu, að Þorkell sé að fórna sér fyrir hana, með því að fara til París- ar. Ákveður hún þá að fórna sér og leysa hann undan öllum skyldum við sig. Vel- ur hún til þess það ráð að fara með stjúpa sínum upp í Bifröst og sofa þar hjá hon- um eina nótt. Segir hún síðan Þorkeli frá þessu. í stað þess að telja sig lausan allra mála fyllist hann eldmóði, og fær í fyrsta skipti karlmennsku til að segja þáð, sem hann meinar við móður sína. Fer hann samstundis til hennar með stúlkuvesalinginn og segir henni, að fjand- inn geti hirt fjölskyldufyrirtækið, hann sé á leið til Parísar með stúlkunni sinni. Ef þetta eru eðlileg viðbrögð hjá ungu fólki, er það nýtilkomið. í bókarlok er sömuleiðis eina skiptið, sem kynferðislífi er ósmekklega lýst, þó fólk sofi hvert hjá öðru alla bókina í gegn. Málfarið á bókinni er dálitið ýkt útgáfa af málfari æskumanna, og virðist höfundur ekki þekkja neitt annað málfar. Engu skiptir hvort læknir, sjómaður eða stelpu- kjáni tala, málfarið er sama flatneskjan. Stafar það að nokkru af þeim endalausu endurtekningum, sem í bókinni eru. Sú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.