Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 65

Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 65
FÉLAGSBRÉF 63 setning sera oftast mun koma fyrir er: „Ég geri ekki annað en drekka kaffi....“ Hörð keppni er um annað sætið á milli „....kyngdi síðasta sopanum....1* og „....kveikti í annarri (þriðju, fjórðu) sígarettunni....“ Ollum ómissandi upp- lýsingum sem þessum er haldið vel til haga. Höf. er víða kærulaus í meðferð smá- atriða. Það þarfnast t.d. nokkurrar skýr- ingar að „Norðanrútan11 frá Akureyri er í Bifröst í Borgarfirði um morgunkaffi. Það kemur sér mjög vel fyrir höfund að hafa hana þar, en þægindi, sem svo augljóslega geta ekki staðizt, má enginn höfundur leyfa sér. Snjallasti hluti bókarinnar er titillinn. Sameinar hann það að vera frumlegur og skemmtilegur. Á hann án efa mikinn þátt í því, hve vel bókin hefur selzt. Kápan, svört með rauðum og hvítum stöf- og skuggamynd af nakinni stúlku í háhæluðum skóm, er einnig smekkleg og n*r sínum tilgangi, að gera bókina selj- anlega. f rauninni verður ekki séð að neinn hluti bókarinnar sé miðaður við annað en að hún seljist sem mest. Bók þessi er gefin út sem skáldsaga, heypt sem skáldsaga og lesin sem slík. Við það er aðeins eitt að athuga, með n®rum orðum það, að hér er alls ekki Utn skáldsögu að ræða, heldur uppkast a® leikriti. Bókin er nærri öll í samtölum. rynr þeim hefur höf. eyra, þó að árangur takmarkist af málfarinu. Þegar út fyrir þau og einföldustu sviðsleiðbeiningar er farið, sem ekki er oft, fer oftast allt úr reipunum. Það er kaldhæðnislegt að flestir af göllum bókarinnar stafa af þessum misskilningi höfundar á sínu eigin verki. Bókinni mætti líkja við höggmynd, sem búið er að gera á fæturna en búkur og höfuð eftir. Undirstaðan er fyrir hendi og ef vel tækist til með höfuðið og búkinn gæti orðið úr þessu leikrit. Óliklegt er þó, eftir iþeim flausturslegu vinnubrögð- um, sem bókin her vitni, að höf. muni leggja á sig þá miklu ástundun að vinna búkinn og höfuðið. Eins og fyrr er getið fjallar bókin um það alvarlega fyrirbæri, ungt fólk án lifs- skoðunar, sem leitar einskis nema hvert annars. Það er því mjög alvarlegur hlut- ur að höf. er hvorki leitandi né hefur ákveðna stefnu. Titill sem Jack Kerouac valdi sjálfs- ævisögubroti, sem hann skrifaði, hæfir vel þeirri afstöðu höfundar til lífsins, sem fram kemur í bókinni. Hann er: „Ég veit það ekki, Mér stendur á sama, Það skiptir engu máli.“ Eina athyglisverða umhugsunarefnið, sem eftir verður að lestri loknum: Er það þannig í lífinu, að ef allir gera allt, sem þeir eiga ekki að gera, þá fari allt eins og það á að fara. Ölafur SigurZarson.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.