Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 21
FÉLAGSBRÉF 19 þremur bindum, hvert bindi 400 til 480 bls. í stóru broti og með mörg- um myndum. Er áætlað, að fyrsta bindið komi út næsta baust. Mun þessi bókmenntaviðburður vafalaust vekja athygli langt út fyrir Islands- ála. íslenzk þjóðfrœði. Næsta ár hefur Almenna bókafé- lagið væntanlega útgáfu annars stórverks, sem margir menn vinna að. Hefur það verk hlotið nafnið íslenzk þjó'Sjrœði, en ekki er ennþá ákveðið, hversu mörg bindi það verður í allt. I undirbúningi eru 5 bindi í þessu safni, og verður hvert þeirra um 300 til 400 bls. Er gert ráð fyrir, að tvö bindi komi út ár- lega næstu ár. Eyrsta bindið verður málshátta- sajn, sem þeir sjá um Bjarni Vil- bjálmsson, cand. mag., og Óskar Halldórsson, cand. mag. Hefur þar verið valið úr öllum prentuðum ís- lenzkum málsháttasöfnum og auk þess öllum þeim óprentuðum söfn- um, sem náðst hefur til. Þar að auki eru hér allmargir málshættir, sem hvergi hafa verið skráðir í söfn, svo að vitað sé. Verða þetta alls um 8000 málshættir, og fylgja skýring- ar þeim, sem skýra þarf. Næsta bindið verður svo væntan- lega vísnasafn, úrval úr íslenzkum ferskeytlum frá upphafi þeirra og fram um 1900. Verður Sveinbjörn Beinteinsson aðalumsj ónarmaður þessa safns. Þriðja bindið verður sennilega Islenzk orStök eftir dr. Halldór Hall- dórsson, prófessor. Verður þetta bindi rúmlega helmingi lengra en orðtakasafn það, sem dr. Halldór hefur áður gefið út og bæði varð vinsælt og gagnlegt. Eru öll orð- tökin í því safni tekin upp hér. Til- vitnanir verða færri en í því orðtaka- safni og skýringar stuttorðari. Eru geysimörg orðtök í þessu safni. Fjórða og fimmta bindi íslenzkrar þjóðfræði munu verða þjóSkvœSi, úrval úr dönsum, þulum, viðlögum, barnagælum, bænum, særingarkvæð- um o.s.frv. Annast Jón Marinó Sam- sonarson, magister, þetta safn, sem verður að öllu leyti hið merkasta. Ævisaga Árna Magnússonar. Allmargt annarra bóka er í undir- búningi hjá bókafélaginu, og er þar bæði um að ræða þýðingar á er- lendum bókum, skáldverkum og fleira, og íslenzkar bækur. Rétt er að geta þess, að Andrés Björns- son, eand. mag. hefur nú nýlega haf- ið að rita œvisögu Árna Magnússon- ar fyrir AB, og á sú bók að koma út árið 1963, en þá eru liðin 300 ár frá fæðingu hins mikla bókasafnara og fræðimanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.