Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 41

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 41
FÉLAGSBRÉF 35. þar sem hún stóð örlítið álút og hélt í taumana, þyrlaði vindurinn um enni hennar gullnum lokkum, sem hrundu lausir undan hárbandinu, og sveip- aði kjólnum fast að fótleggum hennar, beinum og ávölum. — Og svo, sagði Telemakkus. -—- Hún var allra kvenna kurteisust, hélt Odysseifur áfram. Þegar við nálguðumst borgina, bað hún mig að doka við, svo að enginn gæti fengið henni til ámælis, að hún hefði gengið með ókunnum manni. En af við- tökunum í höll Alkinóusar mátti ég marka, að hún hafði getið mín við foreldra sína. Ég sá hana ekki aftur fyrr en við brottför mína. Hún sagði við mig: „Ég kveð yður, ó gestur, að þér, er þér komið í föðurland yðar, gleymið aldrei að það var ég sem þér eigið fyrst og fremst líf að launa.“ „Og ég svaraði: „Násíka, dóttir hins göfuga Alkinóusar, ef hinn máttugi ver gyðjunnar Heru vill að mér verði heimkomu auðið svo að ég megi dvelja enn í húsi mínu, þá mun ég hvern dag snúa bænum mínum til þín sem gyðja værir, því að það ert þú sem hefur bjargað mér.“ Fegurri og vitrari rne'y hef ég aldrei hitt, og, úr því að ég er hættur sjóferðum, er ég viss um að hennar líka mun ég aldrei finna. — Haldið þér að hún sé gift núna? spurði Telemakkus. — Hún var aðeins fimmtán ára og ógefin þá. — Sögðuð þér lienni að þér ættuð son? — Já, og að ég brynni af löngun að sjá hann. -—■ Hafið þér sagt henni margt frá mér? — Það hef ég gert, þótt ég þekkti þig varla þá, þar sem ég fór frá íþöku meðan þú varst smáangi í örmum móður þinnar. Nú vildi Penelópa láta son sinn festa ráð sitt og sýndi honum hvað eftir annað fegurstu yngismeyjar landsins, kóngadætur frá Dúliksey, Sáms- ey og Sakyntu. En Telemakkus svaraði æ því sama. — Ég vil ekki sjá þær, því ég þekki eina fallegri og betri. — Hverja þá? — Násíku, dóttur Feakakonungs. — Hvernig getur þú sagzt þekkja hana, þegar þú hefur aldrei séð hana? — Víst mun ég sjá hana, svaraði Telemakkus. Dag einn sagði hann við föður sinn: — Hjarta mitt vill, ó ágæti faðir, að ég risti kili hið fiskisæla haf og sigli til eyjar Feaka að hiðja Alkinóus konung um hönd hinnar fögru Ná-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.