Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 52

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 52
46 FÉLAGSBRÉF að hafa selt Pobeda sinn á svörtum markaði. Og hann eignaðist vitan- lega nýja bílinn sinn eftir ólöglegum krókaleiðum. 1 þriðja lagi á hann sveitasetur, í fjórða lagi á hann eigin íbúð með Zís-ísskáp fullum af alls konar góðgæti! Konan hans verzlar aðeins í Elíséevski-stórverzlunum. Hún skartar gullarmbandi og demants-eyrnalokkum... . Með klóm og kjafti. Tölum nú um mig. Ég er líka smáborgari, af því að ég á tólf þúsund rúblur í sparisjóði. Mig langar líka til að eiga bíl og sveitasetur. Og ég skammast mín ekkert fyrir að segja það. Vegna þess að ég hef orðið að líða skort og verja föðurlandið og þola allar fimm ára áætlanirnar.“ Heimilisfangið undir bréfinu var: „Hvaða hús sem er í hvaða götu sem er.“ Með þessum orðum vildi bréfritari leggja áherzlu á, að fjöldi manna væri sama sinnis. Það er ekki lengur unnt að þagga niður í lesendum í Rússlandi. í leikriti eftir Ovetshkín (hann var hér nýlega á ferð), sem birtist í tíma- ritinu Novi Mir, má heyra bergmál af gremjuþrunginni rödd yngri kyn- slóðarinnar, sem bíður þess með óþreyju að fá að njóta lífsins. Tveir ungir bræður ræðast við. Annar þeirra er eitilhörð flokkssál, en hinn telur aftur á móti, „að tímabil hetjudáða og fórna séu liðin.“ Hér á eftir fara nokkrar táknandi glefsur úr samtali þeirra bræðra. Nikolai: —- Þú spyrð mig, hvers vegna ég vilji ekki fara burt úr höfuð- borginni? Nú meðal annars vegna þessa, að ég sé ekki, að þess gerist þörf. Auðvitað gætu þeir sent mig til einhvers smáþorps, en til hvers? Til þess að reisa við samyrkjubú, sem hefur dregizt aftur úr? Hver verður að bjargast eins og liann bezt getur! Ég vil heldur vera hér í borginni. Þú heldur kannski, að árin, sem ég var í háskólanum, hafi verið auðveld? Og ertu búinn að gleyma því, hvað ég þjáðist mikið sem barn? Allt, sem ég á núna, hef ég hrifsað til mín með klóm og kjafti. Zina (kona Nikolais): — Það er satt. Feður okkar hafa búið við nógu þröngan kost til þess að við getum lifað betra lífi núna. Alltaf fórnir, erfiðleikar og skortur. Hvenær tekur þetta enda? Ég ól aldur minn í skógum Síberíu, þangað til ég var fimm ára. Það er nógu stór fórn. Og öllu ungu fólki finnst það sama. Það er raunsætt. Nikolai (við bróður sinn): — Auðvitað ert þú ekki hrifinn af þeim mönnum, sem koma að heimsækja mig, af því að þeir eru eins og ég.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.