Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 26
24 FÉLAGSBRÉF innar, næra sig með erfiði alla sína lífdaga og neyta brauðs síns í sveita síns andlits, hljóta hið erfiða líf. Hinar nýju undirstéttir munu öðlast bjargálnir, ríkulegan tíma, mikið næði, léttar hyrðar, livorki vanda,ábvrgð, áhrif, virðingar né völd, en hljóta hið auðvelda líf. Hlutverkunum verður að vissu leyti snúið við, frá því sem var. Nýju undirstéttirnar munu eink- um verða tómstundastéttir og uppskera tíma-, vinnu- og orkuarð þeirra véla, sem yfirstéttirnar nýju skapa, stjórna, varðveita og endurnýja af fórn sinni, striti og kunnáttu. Þá mun ekki rætast það, sem skáldið spáði, og ekki „opnast það eymdanna djúp, þar erfiðið liggur á knjám, en iðjulaust fjár- safn á féleysi elst, sem fúinn í lifandi trjám.“ Af því að þekkingin er svo mikil og margskipt og þróast og vex svo ört sem er, krefst hvers konar kunnátta ekki eingöngu linnulausrar vinnu þess manns, sem nemur og rannsakar, heldur einnig sérhæfingar hans, takmörk- unar hans í mjög þrönga þekkingarleit, og hún heimtar, að hann fórni fyrir sérfræðigrein sína víðri og jafnvel æðri menntun, þeim þroska, sem víð- tæk menntun veitir. Svo kann að fara, að hinir nýju áhrifamenn, rannsókn- ar- og vísindamenn, verði mjög takmarkaðir sérfræðingar, hálærðir í mjög þröngri sérgrein, lítt fróðir í almennum efnum, -—- menn, sem „vita meirá og meira um minna og minna.“ Hætta er á, að vegna sjálfstrausts síns og ör- yggis í þröngri þekkingargrein sinni verði þeim ekki ljós takmörkun sín á öðrum sviðum. Þeir gætu orðið varnarlausir gagnvart föstum skoðunum, hvers konar stefrium, öfgaflokkum, hleypidómum, sefjunarmætti, kreddum og ofstæki. Lærdómsmenn gætu orðið hæði fórnandi menn og fórnardýr samfélagsins. Þeir gætu bæði orðið þjóðfélaginu gagnlegir og skaðlegir, hjargvættir og meinvættir, óhjákvæmilegir vegna sérkunnáttu sinnar, hættu- legir vegna lokunar og takmörkunar sinnar. Tala langskólagenginna manna mun takmarkast af þeim hlutfallsfjölda, sem hefur löngun og hæfni til æðra náms. í Danmörku verða nú um 5% stúdentar af hverjum fæðingarárgangi, í Svíþjóð um 8% og hér á landi líklega um 6% eða svo, en um 11% munu taka landspróf hér að jafnaði. I Danmörku er það álit dómbærra manna, að um 20% liafi getu til að ná stúdentsprófi þar í landi og hina hæfari námsmenn, sem hætta þar í mið- skólunum, vanti ekki svo mjög hæfileika og fé til æðra náms sem löngun og áhuga sjálfra þeirra og vilja og örvun foreldra þeirra. Hins vegar er gert ráð fyrir, að háþróað tækniþjóðfélag þurfi þess við, að eins margir námshæfir menn verði stúdentar og langmenntaðir og kostur verður á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.