Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 24
TÓMSTUNDIR EFTIR ÓLAF SIGURÐSSON, LÆKNl Erindi þetta er samið fyrir Stúdentafélag Akureyrar og flutt á fundi þess 27. apríl 1061. fjpúmstundir, afgangstími svefns og skyldustarfa í lífi einslaklinga og þjóða, hafa lengst af verið smátt skammtaðar öllum þorra manna. En nú er í vændum mikil breyting á þeim. Horfur eru á, að upp sé að renna tómstundaöld í iðnaðarlöndunum, ef valdahlutföll haldast óhreytt á hnett- inum og ekki brýzt út þriðja heimsstyrjöldin. Á næstunni mun vísindunum fleygja fram með sívaxandi hraða. Tækni- leg nýting á kola-, olíu-, raf-, hvera-, vind- og kjarnorku mun aukast að miklum mun. Kolanámur jarðarinnar munu þó senn verða tæmdar, en olíulindir hennar munu endast lengur. Stórár jarðarinnar verða sennilega fullvirkjaðar á næstu áratugum, en fullnýtt fallvatnaorka hennar nær skammt, verður sennilega ekki nema litið brot af orkuþörf mannkynsins. Óvíst mun-vera um magn nýtanlegrar hvera-, vind- og sólarorku. Nýting kjarnorku á friðartímum til friðarþarfa verður óhjákvæmileg, þegar fram í sækir. En orku til áframhaldandi vélvæðingar mun ekki þrjóta í náinni framtíð. Á næstu árum og áratugum mun þróast ört hin svokallaða aulomatio, sjólf- virkni, rafeindasjálfstilling og rafeindasjálfstjórn á vélum í starfi og margs konar starfsgreinum. Þessi sjálfvirkni er nokkuð ný af nálinni, en verður mjög áhrifamikil og afdrifarík og hefur í för með sér stórfelldar breyting- ar á lífsháttum manna í iðnvæddu löndunum. Sjálfvirkni mun leiða til þess, að vélar munu létta vinnu af mönnum, taka vinnu frá mönnum miklu meira en verið hefur og nú er. Vinna alls almennings mun fara minnkandi, jafnframt því sem fólki fer fjölgandi. Sjálfvirkni mun hafa í för mcð sér, að skipta verður minnkandi vinnu milli vaxandi fjölda manna. Vinnutímann verður að stytta mikið til að koma í veg fyrir almennt at- vinnuleysi. Ætla má, að eftir 1—2 áratugi verði 30 klst. vinnuvika orðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.