Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 51

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 51
FÉLAGSBRÉF 45 hinum hátíðlegu ritskoðendum „þessum steingervingum, sem geta ekki hlegið“ og telja mannlegar tilfinningar mjög varhugaverðar, nánast smá- borgaralegan blett. Það þarf ekki annað en lesa bréf frá lesendum Bókmennta-gazettunnar til þess að gera sér grein fyrir þeirri miklu óbeit, sem yngri kynslóðin hefur á uppgerðarbjartsýni sósíalrealista. — Ungt fólk í Sovétríkjunum krefst ekki opinberra slagorða af rithöfundum, heldur hins gagnstæða, sannleik- ans um þjóðlífið og sannrar lýsingar á landinu, eins og það er í raun og veru. í bréfi, sem birtist 5. nóv. 1960, lætur ung Síberíukona í ljós undrun sína yfir þeim mikla mun, sem er annars vegar á hinu raunverulega hug- arástandi þeirra verkamanna, sem hún umgengst, og svo hins vegar á lýs- ingunum á því í skáldsögum og blaðagreinum. Síberíukonan segir: „1 bókum er ekki talað um annað en vinnugleði verkalýðsins og fítonskraft, ættjarðarást hans og eftirbreytnisvert líferni, en í reyndinni er þessu allt öðruvísi farið. Ég hef blandað geði við fólk, sem unnið hefur að því að reisa iðjuver í Vestur-Síberíu eða stálverksmiðjur í Kúsnetsakaja. £g heyrði hvað það sagði. Það var orðið langþreytt að vinna þarna, af því að kröfurnar voru of liáar og kaupið of lágt. Þetta er þá hin rómaða holl- usta sovétborgara við ættjörðina!“ Og vonbrigði þessarar ungu konu leyndu sér ekki: „Það er of mikil eigingirni alls staðar. Allir vantreysta náung- anum. Það er of mikil mannvonzka og tómlæti! Hefur kommúnismanum þá ekki tekizt að breyta okkur til batnaðar?14 En rithöfundar eins og t.d. hin unga Natalia Davidova, sem skrifaði Ástar- œvintýri Isotoff verkfrœ&ings, eru ekki fyrr búnir að finna aftur þær gömlu og eilífu mótsagnir, sem búa í mannssálinni en menn hrópa upp yfir sig af vandlætingu og segja, að þetta sé smáborgaralegt hneyksli. Þessi árátta að kalla allar þær tilfinningar og skoðanir, sem brjóta í bága við hið opin- bera kreddukerfi, smáborgaralegar, hefur valdið gremju í brjósti eins lesanda Bókmennta-gazettunnar, sem skrifaði tímaritinu bréf hinn 3. sept. 1960: „Þessir ströngu ritskoðendur, eru þeir ekki sjálfir smáborgarar? T.d. Likhodeieff, höfundur sérlega níðangurslegrar skammargreiriar um filistea? Ég veit ekki, hvaða vegtyllur hann hefur sem rithöfundur, en ég geri ráð fyrir í fyrsta lagi, að hann eigi sparisjóðsbók með nokkur hundr- uð þúsund rúblum (ég hef veitt því athygli, að hinir einu sönnu smáborg- arar okkar, sem mönnum er svo í nöp við, vinna ekki fyrir meira en 900 rúblum að meðaltali á mánuði), í öðru lagi á hann bíl af Volgugerð, eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.