Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 25
FÉLAGSBRÉF 23 almenn í hinum vestlæga heimi, eða 6 klst. vinnudagur 5 daga í viku, og um eða fyrir aldamótin 2000 verður ef til vill af nauðsyn komin á 20 klst. vinnuvika, 4 klst. vinnudagur 5 daga í viku, eða ef betur líkar 5 klst. vinnudagur 4 daga í viku og þá 3 frídagar í hverri viku. Tómstundum mun fjölga svo, að skapast mun það samfélag, sem verður „nýtt undir sól- • • ií ínni. Miklar tómstundir munu þó ekki verða hlutskipti allra. Hið háþróaða, tæknilega vélvædda þjóðfélag er byggt á hagnýttri, vísindalegri undirstöðu- þekkingu, sem skipt er í mörg hólf, margar sérgreinar. Þetta þekkingar- safn þarf sér til viðhalds margs konar lærdómsmenn, kennara, tæknifræð- inga, verkfræðinga og ótal sérfræðinga. Það heimtar sér til endurnýjunar og vaxtar vísindamenn, rannsóknarmenn, könnuði. Það eru kunnáttumenn, sem munu taka við þekkingararfinum, öllum þáttum hans. Vegna óstöðv- andi leitar og eðlislægra þensluhneigða mannsins sem og til stöðvunar- og hnignunarvarnar arfinum hljóta kunnáttumenn að ávaxta og auka þekking- arauðinn og skila honum í hendur eftirkomendum með rentum. Spáð hefur verið, að lærdómsmenn verði hverju þjóðfélagi allra manna nauðsynlegastir og óhjákvæmilegastir, dýrmætastir og dýrastir. Hlutverki þeirra munu gegna þeir, sem öðrum fremur geta tekið á móti og tileinkað sér þekkingu, þeir, sem reynast þrautgóðir námsmenn. Námshæfni einstakl- ingsins ákvarðast af þeirri útkomu, sem fæst, þegar greindarvísitala hans er margfökluð með dugnaði hans. Vegna hinna hröðu breytinga og öru þróunar í vísindum og tækni verður hver kunnáttumaður að vera sílærandi námsmaður alla starfsævi. Nám er að miklu leyti þrotlaus vinna, og hinir nýju kunnáttumenn verða að vera sívinnandi eljumenn til starfsloka, svo að þeir dragist ekki aftur úr framvindu þekkingarinnar. En þekking er máttur, og spáð er, að kunnáttumenn fái vaxandi áhrif og ráð, séu hinn verðandi aðall hvers samfélags og verði verðleikamenn, og hið komandi ríki verði meritókratí frekar en demókratí, verðleikaræði frekar en lýðræði. Hinar nýju aðalsstéttir verða þá ekki tómstundastéttir, eins og yfirstéttir á öllum tímum hafa verið allt fram á þessa öld. Líkur eru til, að vinnandi yfirstéttir skapist í framtíðarþjóðfélaginu. Búast má við því, að annars veg- ar myndist hlutfallslega fámennar, fremur veitandi, mjög starfandi yfir- stéttir, hins vegar hlutfallslega fjölmennar, fremur þiggjandi, lítt starfandi undirstéttir. Hinar nýju yfirstéttir munu þá fá há laun, virðingar, áhrif, ef til vill völd, en lítinn tíma, lítið næði, og munu bera þunga ábyrgðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.