Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 27

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 27
FÉLAGSBRÉF 25 Álitið er, að innan skamms verði af brýnni þörf og nauðsyn stefnt mark- visst að því í Danmörku og Svíþjóð að fjölga stúdentum og háskóla- gengnum mönnum eins og framast verður unnt. í Noregi er það skoðun kennara, að um 40% manna hafi hæfni til að ná stúdentsprófi. Menntunar- möguleikar meginþorra manna eru ef til vill meiri en nokkurn hefur órað fyrir. Þeir munu ekki vera nægilega rannsakaðir enn. Meiri hluti manna hefur aldrei orðið aðnjótandi ákjósanlegustu uppeldisáhrifa og beztu kennsluaðferða. Tómstundir, bæði til athafna og næðis, hafa alltaf verið takmark nokkurs hluta mannkynsins, þeirra, sem betur hafa mátt. Líf yfirstétta á öllum öld- um ber vitni um það, þrælahald þeirra fyrr á tímum og vélvæðing þeirra á síðari tímum. Tómstundir hafa alltaf fallið í hlut og orðið eign einhvers hluta, venjulega lítils hluta samfélagsins. Tómstundir, hinn dýrmæti arðm vinnunnar, hafa veitt það frelsi, sem eftirsóknarvert hefur þótt. Þær hafa veitt frelsi til ráðstöfunar tíma og orku. Þær hafa orðið það orkuver, sem fengizt hefur úr nauðsynlegt afl til andlegrar iðju og átaka. Þær hafa orðið skilyrði mannanna til æðri lífsnautnar, þroska, framfara, fegrunar, fágunar og siðmenningar. í Aþenuborg hinni fornu hafði frjáls almenningur svo miklar tómstundir til umráða, að fátítt er enn sem komið er meðal alþýðu manna nú á dögum. Gizkað er á, að í Aþenu hafi verið 1 þræll á hverja 2 frjálsa menn. Frjálsir borgarar hennar áttu því kost á að verja tíma sínum í annað en að vinna fyrir sér og sínum. Ágæti Aþenumanna hinna fornu, arfur þeirra, er að nokkru leyti orðinn til vegna ríflegra tómstunda þeirra. Tómstundir voru eitt af mörgum skilyrðum hinna furðulegu afreka Grikkja og grundvallar- sköpunar þeirra í skáldskap, listum, hugsun, heimspeki, náttúrufræði, lögfræði og stjórnskipunarfræði. Það er ólíklegt, að fornbókmenntir okkar íslendinga hafi orðið til án mikilla tómstundaumráða forfeðra okkar. Öll listsköpun hlýtur að heimta, auk lífsreynslu, náinnar lífssnertingar, annars vegar hæfileika, innblástur, andagift, ímyndunarafl, djúpa lífssýn og fegurðarskyn, allt það, sem bezt þróast í næði, hins vegar átak, menntun, æfingu, þjálfun, fágun, sjálfsögun, allt það, sem kostar áreynslu, orkueyðslu. Því meiri andans verk, sem unnin eru, því meira tíma- og orkumagn hefur verið afgangs frá brauðstriti til hugarátaka. Andleg afrek forfeðra okkar á Sturlungaöld voru ávöxtur þeirrar iðju, sem ekki var látin í askana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.