Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 31

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 31
FÉLAGSBRÉF 29 og jafnvel framleiðslu vetnissprengjunnar. Fram að siðabót virtist vinn- an ekki hafa verið álitin eftirsóknarverð í sjálfu sér, ekki boðuð sem sálu- hjálparatriði þessa heims né annars. Viðhorf Krists til vinnunnar virðist koma fram í fjallræðunni: „Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera, og þeir safna ekki heldur í hlöður.“ „Gefið gaum að liljum vall- arins, hversu þær vaxa, þær vinna ekki og spinna ekki heldur, en ég segi yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn sem ein þeirra.“ Einnig nú á dögum getur að finna villutrúarmenn í þessum efnum. Ezra Pound segir í rímlitlu ljóði á þessa leið: „Syngjum óð ástar og iðjuleys- is, ekkert annað er neins virði,“ og „ég vil heldur halda ástinni minni, þó að rósarblöð deyi úr sorg en drýgja dáð í Ungverjalandi til að skara fram úr því, sem menn fá trúað.“ Vellíðanarmenn eru yfirleitt værukærir og latir. Þeir þurfa ekki að sefa innri óróa eða utan að komandi áhrif með athöfn og vinnu. Þeir geta, ef hugur þeirra er starfandi, fengið fullnægingu í samtali, íhugun, hugsun, áhuga á öðrum, skoðun á lífinu. í iðjuleysi sínu eru menn tiltölulega frjáls- ir, í skylduvinnu sinni er þeim meira stjórnað af innri ómeðvitund, blind- um hvötum, eða ytri meðvitund, sýnilegum öflum. Vinnan hefur líklega lengst af verið of mikil, tómstundir of fáar. Lík- legast skapast með tilkomu aukinna tómstunda í náinni framtíð æskilegt og heppilegt jafnvaégi milli skylduvinnu og tómstunda, sem virðist ókomið enn. Ef til vill geta menn að nokkru valið á milli vinnuferils og tómstunda- ferils, að nokkru milli banda og frelsis, milli hinna torsóttu klifa og hinna auðveldu vega, milli dáða og dáðleysis. Æskilegt sýnist skipulagt frelsi, ríkulegar, ræktaðar tómstundir, líf skynjunar, könnunar og íhugunar. Tómstundir eru gullið tækifæri til hvers konar hugðarefnaiðju, aukinn- ar lífsnautnar, menntunar, skilnings og sköpunar. Þær veita ómetanlegt frjálsræði til tileinkunar á einhverju brotabroti hins mikla skáldskapar-, lista-, þekkingar- og hugsunarstarfs mannkynsins. Auknar tómstundir gætu losað nýjar orkulindir úr manninum sjálfum til ræktunar á mannlegu ágæti, til blómgunar þess, til nýrra átaka í skapandi hugsun. Tómstundir meginþorra manna virðast enn ekki vera óhóflega miklar. Þær virðast ekki vera orðnar vandamál enn. Ef svo verður, bíður hinnar lágt launuðu kennarastéttar nýtt verkefni, nýtt hlutverk, sem er tendrun lifandi, skapandi áhugaefna í hugum ungs fólks, hinnar komandi kynslóðar. Tómstundir verða ekki vandamál nema komið verði í veg fyrir heims-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.