Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 53

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 53
FÉLAGSBRÉF 47 Hvorki meinlætamenn né hetjur. En mér þykir vænt um þá vegna þess, að þeir kunna að lifa lífinu. Ég vil ekki fara heimskulegar að ráði mínu en þeir. Maður lifir ekki nema einu sinni. Zina hefur rétt fyrir sér. Við skul- um horfast í augu við staðreyndirnar. Það er kominn tími til að skera upp eins og til var sáð. Og heitið á leikritinu er einmitt: „ÞaS er kominn uppskerutími.“ Nikolai er vitanlega ekki málpípa skáldsins, enda hefur Ovetshkín vaðið fyrir neðan sig og lætur leik sinn enda á mjög uppbyggilegan hátt. En orð hans verða ekki aftur tekin, almenn óánægja manna og leiði á slag- orðum og hetjulegum heitstrengingum endurspeglast í nútíðarbókmennt- um Rússa. Og reyndar ekki aðeins leiði þeirra, heldur líka þrá eftir eðli- legu lífi, sem Krústjoff sjálfur segir, að allir Rússar geti lifað. Þessi sterka hamingjuþrá fólksins brýtur því engan veginn í bága við þá stefnu, sem Krústjoff fylgir í innanríkismálum. Hetjumar eru ekki lengur guðum glœstar. Tilhneigingin til að kveða niður hátíðleika og ósanna tilfinningasemi, þessa vansköpuðu tvíburadrauga, gerir líka vart við sig hjá kvikmynda- mönnum. Eins og listdómari í pólska tímaritinu Zycie Literackie komst að orði, þá eru „sovézkir kvikmýndamenn aftur farnir að sýna raunsannar myndir af mannlífinu, og skapa ekki lengur guðum glæstar hetjur.“ ■— Myndir eins og ÓSur hermannsins eftir Gregori Tchukrai, sem átti verð- skulduðum vinsældum að fagna á Vesturlöndum, Sólin skín jajnt yfir alla eftir Konstantín Voinoff og Þegar jallbyssurnar þagna eftir Zegnel, standa djúpum rótum í rússneskri kvikmyndahefð og eru fyllilega sambærilegar við eftirtalin snilldarverk: Tshapaieff, sem byggt er á sögu eftir Dosto- jevski, LeiSin til lífsins og Potemkin, sem gerðar voru á blómaskeiði rúss- neskrar kvikmyndalistar. Myndin, sein mest hefur verið skrifað um síðastliðna mánuði er BréfiS, sem ekki var sent, er Mikael Kalatozoff stjórnaði með sama leikara- og tækniliði og í Þegar trönurnar fljúga, þeirra á meðal Tatiana Samöilova og myndatökumanninum Úronssevski. Aðalpersónurnar eru demantsleitar- menn í Síberíu. Sumum gagnrýnendum fannst persónurnar dregnar of fáum dráttum og efni myndarinnar í heild, sem sótt er í sögu eftir V. Ossipoff, ómann- legt. En Kalatozoff hlaut aftur á móti einróma lof fyrir frábæra leikstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.