Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 48
Sósíalrealismi og saínaðarmennska
í Sovétríkjunum
EFTIR FRANgOIS FETJÖ
Pasternak-máliS, Dúdintsev-málið og sú staðreynd, uð rússnesk kvikmyndalist siglir nú
hraðbyri upp úr þeim öldudal, sem hún hefur lengi legið í, voru fyrstu einkenni, sem
gáfu til kynna, að breytingar höfðu orðið í undlegu lifi þjóðarinnar eftir dauða
Stalíns. En menn héldu allt fram að þessu, að hér væri aðeins um einstök frávik að
ræða og hin opinbera liststefna stjórnarinnar, sósíalrealisminn, sem var orðin að
magnaðri kreddukenningu í höndum Idanoffs, væri ennþá við lýði. Nú sýna þær miklu
ritdeilur, sem háðar eru í rússneskum tímaritum og blöðum, að því fer víðs fjarri.
Ágreiningur mikill er risinn út af sósíalrealismanum. Frangois Fetjö 51 árs gamall
Ungverji, sem búsettur hefur verið í Frakklandi síðan 1938 og þykir manna fróðastur
um Austurveldin, gerir hér grein fyrir byltingu þeirri, sem gerð hefur verið gegn
sósíalrealismanum í Ráðstjórnarríkjunum. Fetjö hefur skrifað fjöldann allan af bók-
um, sem fjalla um ólíkustu efni. Meðal þekktustu verka hans eru Saga byltinganna
1848, Heinrich Heine og Guð og Gyðingar hans. Grein sú, er fer hér á eftir, birtist
í franska vikublaðinu L’Express hinn 19. jan. síðastliðinn.
Tm þessar mundir er allt að gjörbreytast í menningarlifi sovézkra borg-
ara. Listamenn á ýmsum sviðum víkja nú smásaman frá hinni opin-
beru liststefnu ríkisstjórnarinnar, sósíalrealismanum. Þótt skáld, rithöf-
undar, kvikmyndamenn, málarar og arkitektar rísi að vísu ekki opinberlega
gegn andlegri einokun kommúnistaflokksins, þá leita þeir engu að síður
að nýjum tjáningarleiðum, sem losa þá undan ritskoðun og stuðla að því,
að þeir segja skilið við safnaðarmennsku (konformisma), er sett hefur
mjög svip sinn á andlegt líf þjóðarinnar allt frá dögum Stalíns.
Almenningur í Sovétríkjunum fylgist með þessum deilum af svo miklum
áhuga, að það birtist varla svo lista- og bókmenntatímarit, að ekki sé
minnzt á þetta mikla deilumál. Og nú orðið aðhyllast stjórnarvöldin hlut-
leysisstefnu í þessum efnum þvert ofan í óskir sósíalrealista.
Leiðtogi þeirra (þ.e. sósíalrealista) er Kolshetoff, höfundur sannsögulegs
verks, sem hann kallar Yershoff-brœðurna. Þótt listamannshæfileikar hans