Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 57
FÉLAGSBRÉF
51
hugmyndum „konstruktivista“ ýtarleg skil. Hann afneitar eftirlíkingum á
klassískum, barokskum, býzönskum stíl, svo og allri eftiröpun á bygg-
ingarmáta endurreisnartímabilsins, sem Stalín og hans menn höfðu svo
miklar mætur á. Meinið var, að menn gerðu sér rangar hugmyndir um,
hvernig sósíalistum bæri að teikna hús. Sem betur fer hugsa menn ekki
svona lengur. Vlassoff fagnar þeim skilningi, sem stjórnarvöldin sýna
þeim arkitektum, sem vilja almennt aukna vélvæðingu í byggingariðnaði.
Það sem vakir fyrir þessum mönnum, er að koma byggingarmálum í það
horf, að unnt verði að reisa samtímis mörg stór sambýlishús eða jafnvel
heil bæjarhverfi. Vlassoff segir meðal annars: „Fegurðarskyn almennings
verður að breytast, og það er okkar verk, að benda honum á þá fegurð,
sem fólgin er í nytsamlegum hlutum. Hús okkar eiga að vera í senn ný-
tízkuleg, þægileg og ódýr.“ Og Vlassoff vottar líka Le Corbusier virðingu
sína og minnist um leið á Guinsbourg, Vesnín-bræðurna og Kúznetsoff,
hina miklu sovézku arkitekta á árunum 1920—1930, sem gengu á undan
með góðu fordæmi. Hann æskir þess líka að tilraunum arkitekta í Vestur-
álfunni sé gefinn tilhlýðilegur gaumur.“
Vlassoff segir skýrt og skorinort, að úr því að ný og heilbrigðari stefna
hafi verið tekin upp í sovézkri byggingarlist, verði slíkt hið sama að
gerast í öðrum listgreinum. „Einn stíll ríkir,“ segir hann. „Sovézkur bygg-
ingarstíl á að vera í fullu samræmi við myndlist, skreytingar, tónlist, hús-
gagna- og klæðagerð.“
Vlassoff og vinir hans vænta þess, að þeim verði falið að gera uppdrætti
•að stórhýsum þeim, sem stjórnarvöldin hafa í hyggju að reisa í stórborg-
um leppríkjanna. Sömuleiðis vonast þeir til, að ekki verði fram hjá þeim
gengið, þegar hafizt verður handa að hreinsa til í Moskvu, Leningrad og
öðrum stórborgum.
Hafi sovézkir myndlistarmenn dregizt aftur úr og virðist síður láta ber-
ast með þeim fersku straumum, sem nú er veitt inn í andlegt líf þjóðar*
innar, þá er það ekki nema stundarfyrirbæri. Og það stafar af engu öðru
en því, að stjórnartaumarnir í félagi myndlistarmanna eru í höndum þeirra
manna, sem enn aðhyllast akademíska liststefnu. En þeir eru á undanhaldi,
og allt er smám saman að leysast úr læðingi. Þannig hefur t.d. Georg
Niski, sem er í hópi vinsælustu málara, gengið í lið með nútímamálurum
afturhaldsseggjum til stórhneykslunar. — I grein, sem birtist í blaðinu
„Moskvu-œska“ og heitir „/ leit aS nýjum formum“ þá fordæmir liann