Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 37

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 37
(Hiín tekur peningana úr servíettunni og stingur peim í handtöskuna sína) M Djöfull var hún dópuð, maður, algjörlega útúrdópuð — og helvíti hress á því / sú held ég þenji snigilinn, ég vildi ekki mæta henni á götunum núna (Hiín stekkur upp og hermir eftir mótorhjólaakstri: hleypur íkringum borðið og rekst á stólinn sem liggur á gólfinu) Krass, pang, sploink! (Hiín sest aftur, togar í jakkaboðunga K) Er hann fjólublár? K Já, hann er fjólublár — M Neei, hann er Ijósari, meira svona útí bleikt K Grænn með svolitlu bláu í M Jú, hann er bleikur K Bleikur, næstum fjólublár M (Við ÞJÓNINN sem stendur íbakgrunni) Eitt hvítvínsglas í viðbót! K Ég veit ekki hvað er að henni. Þetta er sko engin drusla. Hún þarf ekki að vera svona andstyggileg við mig. M Hættu að pæla í henni. Mér finnst hann æðislegur! K Hvað meinarðu? M Æææði. Ég meina það. Hann er æði. Nei, skilurðu. Mér finnst þú æðisleg. Þetta er asnalegt, ég veit það / ég meina, ég var bara að tékka á hvað hún væri að pæla, skilurðu, ég meina, mér finnst þú æðisleg / sko, ég veit það alveg að þetta er ferlega hallærislegt K Djöfullinn, mig klæjar undan buxunum / flónel stingur alltaf M Hvar klæjar þig? Á hnénu? K Ofar, hér M Ef þú bíður bara eftir að þig klæi, þá klæjar þig (ÞJÓNNINN kemur með vínið og reisir stólinn við) Það er allt ómögulegt í dag. Ég meina, ég mundi vilja fara með þér eitthvað þangað sem þú kæmist í stuð, sjá þig soldið hressa, þú ert búin að vera eins og aumingi síðustu daga, sjá þig aftur á góðri keyrslu, en ef við förum á borgina þá hangir Elke þar með vandamálin Tímarit um bókmenntir og leiklist 37

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.