Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 54

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 54
skynseminnar og samsamast viljanum, þá verður hún að birtast í viðeigandi formi, svo hún verði flutt af plani hreinnar hugleiðslu og þeirrar þekkingar sem af henni sprettur yfirá plan skynfæranna þarsem hún í bókstaflegum skilningi rennur saman við sjálfa líkamsstarfsemina. Og viðeigandi tjáningarform þvílíks hugboðs um eðlislæga einingu allra lífsferla hlýtur að vera annað og meira en mál tungunnar einnar; það er „mál" gervalls mannslíkamans. Harmleikurinn sem formleg tjáning hefst á dansi, vegna þess að í dansinum íklæðist myndlíkingin holdi og blóði, hinir ýmsu þættir hennar finna áþreifanlegar hliðstæður í háttbundnum hreyfingum líkamans, og líkaminn sjálfur verður nokkurskonar tákn eða tjáning tilverunnar. Þegar talinu víkur að dansi er hætt við að menn gefi sig á vald háfleygum lýsingum og túlkunum í stað jarðbundinna skilgreininga. Hér er náttúrlega verið að tala um ljóðrænan skáldskap, en skáldskap í dýpri skilningi þarsem ekki verður framar greint milli forms og innihalds. Kannski má í því sambandi minna á orð R.R.Maretts: „Menn dönsuðu heimspeki sína áðuren þeir skráðu hana, og sennilega líka áðuren þeir hugsuðu hana."6 Hér þarf ekki að vera um að ræða neinn leyndardóm, ef menn hafa hugfast að endaþótt merking dansins hafi verið upphugsuð af heimspekingum eða hugsuðum, þá á merking hans eiaðsíður rætur að rekja til túlkunar og tjáningar á raunverulegri reynslu þeirra sem hlut áttu að máli. Hugsun er ákaflega víðtækt og margbrotið hugtak, einsog mannfræðingar hafa leitt í ljós, og hafi ein tegund hugsunar átt þátt í að skapa dansinn, þá er ekki útilokað að grafast megi fyrir um rætur hans með annarri tegund hugsunar. Þá mætti til dæmis líta á dansinn sem holdgun þeirra ferla sem mannshugurinn hafði skynjað að hann ætti sameiginleg með náttúrunni í heild. Ef við gefum okkur að upphaflegur tilgangur harmleiksins hafi verið að gera mönnum fært að fagna með háttbundnum hætti þátttöku sinni í háttföstum ferlum náttúrunnar, þá erum við komin langan veg frá hinni djúphugulu myndlíkingu sem fyrr var nefnd. Dansinn var í öndverðu sjálf sprottin og hlutlaus dægradvöl sem átti upptök sín í viljanum til að tjá með líkamshreyfingum tiltekna hugsýn, en þegar frammí sækir fer hann smátt og smátt að fá á sig blæ nytsemdar. Þá breytingu má kannski skýra með því, að hjá vitsmunaveru einsog manninum geti engin hugsýn varðveitt 54 Bjartur ogfrú Emilía
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.