Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 62

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 62
trúir Frakkland að Æskílos sé stórskáldið en Evrípídes innantómur... ...og Aristófanes lét hann bíða lægri hlut fyrir Sófóklesi ísamkeppni... Já, Aristófanes ber að sjálfsögðu einnig ábyrgð á þessum úrskurði. En vitanlega er þetta ekki byggt á traustum grunni, og það uppgötvuðum við í „Ífígeníu". Evrípídes er nútímalegur leikritahöfundur, en sannarlega aldrei flatneskjulegur raunsæis- höfundur, og það er mér enn ein sönnun þess að leikhúsið er meira en raunsæ mynd af veruleikanum. Evrípídes er hinn mikli efasemdamaður... Nei, ég á einmitt við formið. Æskílos er einnig fullur efasemda í garð guðanna. Allir ef ast þeir, það er ástæðan f yrir þ ví h ve miklir þeir eru. „Agamemnon" er verk um efann, óttann, öryggisleysið, ég myndi jafnvel segja, um blindnina. Þiðleikiðpríleikinn um „Atreifsniðja" ínýrripýðingu,sem varsérstaklega gerð fyrir petta verkefni. Já, fyrst voru verkin þýdd og svo hófust æfingar. í upphafi æfingaskeiðs veit ég nokkum veginn hvað ég ætla ekki að gera, en ég veit ekki ennþá hvert stefnir. Náttúrlega er ég með myndir í höfðinu, en einungis örfáar fá staðfestingu á leiksviðinu, hinar strika ég yfir. Það sem olli því að við ákváðum að þýða verkin (Jean Bollack þýddi „Ífígeníu", ég þýddi „Agamemnon" og „Sáttarfóm" og Héléne Cixous „Hollvætti") var sú staðreynd að eldri þýðingamar, sem höfðu gegnt sínu hlutverki, hentuðu okkur engan veginn, vöktu ekki með okkur áhugaverða möguleika og voru stundum býsna fjarri upprunalega textanum. Ég vildi raunverulegar þýðingar og engar leikgerðir. Ég vildi reyna að vera eins nærri upprunalega textanum og mögulegt var. Ég á þeim Jean Bollack og Pierre Judet de La Combe mjög mikið að þakka. Báðir eru þeir framúrskarandi málvísindamenn sem hafa samið merkilega ritsmíð um breytingu á merkingu orða í „ Agamemnoni" og í „Óresteiu" almennt. Fyrri þýðendur breyttu stundum texta til 62 Bjartur ogfrú Emilía

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.