Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 65

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 65
að vera ljóst: Ég skipa ekki í hlutverk. Allir leikarar verða í upphafi æfingatímans og lengi frameftir að æfa öll hlutverkin. Þetta er líka ástæðan fyrir því að leikskráin kemur ætíð of seint út. Á fyrstu sýningum eru aðeins ljósrituð blöð, þar sem við getum ekki tilkynnt prentsmiðju fyrr en afar seint rétta hlutverkaskipan. Það var sem sagt ekki ég sem setti Nirupama Nityanandan í þetta hlutverk. Það var hún sjálf sem fann sér það. Ég minnist pallborðsumræðna í Avignon síðastliðið sumar. Þar áttir þú í deilum við nýjan leikhússtjóra „Théátre des Amandiers", Jean-Pierre Vincent, um leikstjórn íleikhúsi. Hann sagði að vinnan við sviðsetningu færi ætíð eftir krókastígum. Þú sagðir að hún jæri beint afaugum. Gæti einhver sannleikskjarni leynst íþessari líkingu? Vandamálið er að maður þorir aldrei að fara beint af augum. Til að fara beint af augum byrjar maður alltaf á að fara krókóttar leiðir, sérhver leikstjóri fer í upphafi í krákustígum einungis til að staðfesta síðar að einfalt er að fara beint af augum. Maður óttast það sem skrifað er í verkinu. Grikkir skrifa beint af augum. Meira að segja þegar þeir lýsa sveiflunum sem kalla fram hinn allra dularfyllsta ótta sem mannleg sál hefur að geyma, stefna þeir beint á þennan ótta. Við gerum það ekki. Þegar við æfum, þá flækjum við allt, verjum okkur, gerum okkur verndarskildi og höldum af hrr af okkur. Einungis þegar maður tekur á öllum sínum kjarki og leikaranum heppnast að voga sér raunverulega út í óvissuna eigum við möguleika á að setja til hliðar þessa ógnandi ör, sem textinn getur beint að okkur. Hin formfasta vinna, sem þú tileinkar þér, áhrifin frá Kabuki og öðrum austrænum leikhúsformum: Ferðu frá ytra borðinu innávið, lætur þú leikarana vinna með tilfinningaástand eftirákveðnufyrirframgefnuformi? Það er hægt segja: „Krjúptu, og þú munt biðja", eins og franskt orðatiltæki hljóðar. Þetta er ekki rangt, en heldur ekki fullnægjandi. Leikarinn þarf að skilja hvaða tilfinningar eru uppspretta einhvers ákveðins kafla textans. Einhvem tíma verður hann að uppgötva form gleðinnar, það er ekki bara eitt form. Það er til rauð, blá, létt eða blóðheit gleði... Tímarit um bókmenntir og leiklist 65

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.