Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 35
„Og Whalleyfólkið við dyrnar hjá þér," stundi frú Hogben.
Það sem hún hafði ekki orðið vitni að á góðviðrisdögum, og það
fyrir framan krakkana.
Líkbíllinn var kominn inn fyrir kirkjugarðshliðið. Þau voru komin
að ójöfnunum, ultu yfir eilífðargresið áður en kom að sneggra skógar-
grasinu. Allt um kring skörtuðu trén fjöldanum öllum af gráum
blöðkum. Ekki einu sinni skjór kristnum manni til hugsvölunar. En
Alf Herbert gekk fram fyrir skjöldu, hönd hans ötuð gulum leir, til að
vísa líkbílnum veginn milli meþódista og presbytara að grafreit ensku
kirkjunnar.
Hossið hafði hrist sorg frú Hogben upp á yfirborðið aftur. Herra
Brickle var snortinn. Hann talaði stuttlega um nákomna ástvini. Hann
hjálpaði henni út, vinsamlegur og fagmannlegur í fasi.
En Meg stökk. Og lenti. Mönnum brá að heyra grein brotna með
svo háum bresti. Ef til vill flokkaðist þetta undir það sem mamma
hennar kallaði óvirðulegt. Um leið datt bananalitur hatturinn af höfð-
inu og lenti í þúfugrasinu.
Það ríkti í raun svolítil ringulreið við gröfina. Sumir karlmannanna
báru kistuna, og Last bæjarfulltrúi var alltof lágvaxinn.
Svo sá frú Hogben, hún sá, út undan blúnduvasaklútnum, það var
þessi Ossie Coogan sem hún sá, hann stóð hinum megin við gröfina.
Hafði Gill gamli gefið honum líf? Ossie, sem hafði hneppt kæru-
leysislega að sér, stóð snöktandi bakvið gula leirhrúguna.
Ekkert hefði stemmt nefið á honum. Daise var vön að segja: Þú
þarft ekkert að óttast, Ossie, ekki meðan ég er hérna, skilurðu? En nú
naut hennar ekki lengur við. Svo nú var hann óttasleginn. Honum
hafði alltaf staðið stuggur af mótmælendum, öllum nema Daise. Ja, ég
er ekkert, var hún vön að segja, ekkert sem þú getur sett á bás, en
elskum það sem okkur er gefið.
Myrtle Hogben var örg, þó ekki væri nema fyrir það sem Last
bæjarfulltrúi hlyti að hugsa með sér. Hún hefði viljað koma orðum að
tilfinningum sínum, ef hún hefði getað það án þess að vanvirða Guð.
Svo hlupu maurarnir upp eftir leggjunum á henni, því hún stóð á búi,
og líkaminn bugaðist frammi fyrir þessu morkvika óréttlæti.
Hvað gengur eiginlega að þér, Daise? hafði hún fjargviðrast daginn
sem þetta hófst allt. Þegar hún sá systur sína hafði hún hlaupið út svo
33