Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 80

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 80
En í augnhæð á ganginum, þar sem hún stendur með ruslapokann, er gluggaræma hulin bergfléttu. Á nóttunni læðist hún fram úr rúm- inu hjá honum til að opna lítið fag í þessum glugga og hann seinna til að loka því - og hérna leggur skáhallur sólargeisli til atlögu. Lauf í öllum litbrigðum eldsins flökta við rúðuna og banka í hana. „Sjáðu. Maður gæti haldið að þetta væri steint gler, ekki satt? Sjáðu," segir hún allt í einu upphátt. „Ég mun aldrei gleyma þessum g!ugga." Hann gæti verið stytta eða skuggi af styttu, skörp brún í lampa- ljósinu. Ekkert bendir til að hann hafi heyrt. Vespur skríða veinandi um gluggarúðurnar. Ein þeirra flýgur hikandi umhverfis höfuðið á henni. Sú er með gula fætur og sargar blöðin hennar þegar hún kippir til löngum röndóttum belgnum. Hún lemur hana með dagblaði og sópar henni á gólfið, hrædd að koma við hana ef dauð vespa kynni enn að stinga, snerti maður broddinn. Síðan sest hún við borðið undir lömpunum, tekur fram skrifblokkina og pennann og heldur áfram að pára, þó að hún sjái að höndin skjálfi. „Ekki að vera hjá mér." Hún brosir. „Auðvitað langar mig að vera hjá þér. Þú veist það." „Eg hélt þú værir að skrifa sögu og vildir Ijúka við hana." „Ég var að því. Ég er biíin með hana." 78

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.