Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 68

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 68
koma í leit að föður mínum og biðja hann að stara á gírana á hjólinu hans Dyers. Ég horfi á föður minn tölta yfir götuna, hengjandi haus. Hann er hættur að heilsa Könunum. Hann spyr þá ekki um litasjón- vörp eða höfuðborgina Washington. Hann krýpur fyrir framan hjólið hans Dyers á gangstígnum. Þeir umkringja hann. Oft muna þeir ekki glöggt hvernig líkanið var og biðja föður minn að sitja fyrir í vitlausri stellingu. í fyrstu maldaði hann í móinn, en nú er hann hættur því. Hann verður við óskum þeirra. Þeir stjaka honum fram og til baka og hafa áhyggjur af svipnum á honum, en hann er ekki lengur sá sami og áður. Því næst koma þeir til mín. Ég er næstur á kortinu. Ég er af ein- hverjum ástæðum mjög vinsæll. Þeir koma í leit að mér og bensíndæl- unni minni eins og þeir hafa gert undanfarin fjögur ár. Ég bíð þeirra ekki með óþreyju því ég veit, áður en þeir ná til mín, að þeir verða fyrir vonbrigðum. „En þetta er ekki sami strákurinn." „Jú," segir Phonsey, „þetta er hann." Og lætur mig sýna þeim skírteinið mitt. Þeir skoða skírteinið tortryggnir, þukla pappírinn eins og það væri vel falsað. „Nei," segja þeir (Kanar eru svo vissir í sinni sök.). „Nei," þeir hrista höfuðið, „þetta er ekki rétti strákurinn. Sá rétti er yngri." „Hann er orðinn eldri. Hann var einu sinni yngri." Phonsey virðist leiður þegar hann segir þeim þetta. Hann hefur efni á því að vera leiður á svip. Kanarnir einblína á mig. „Þetta er ekki sami strákurinn." En að lokum taka þeir fram myndavélarnar sínar. Ég stend þarna deyfðarlegur og reyni að láta sem mér sé skemmt eins og áður. Gleason sá mig þannig á svipinn en ég man ekki lengur hvernig mér leið þá. Ég var að horfa á Brian Sparrow. En Brian er líka þreyttur. Hann á erfitt með að hafa sitt trúðslega sprell í frammi og Könunum finnst leikþátturinn hans ekkert fyndinn. Þeir kjósa heldur styttuna. Ég horfi dapureygur á hann, þykir fyrir því að hann skuli þurfa að leika fyrir svo vanþakkláta áhorfendur. Kanarnir borga einn dal fyrir að taka mynd af okkur. Þegar þeir eru búnir að borga óttast þeir vörusvik. Þeir eru alltaf vonsviknir og ég er alltaf með sektarkennd yfir því að ég hafi einhvern veginn brugðist þeim með því að eldast og mæðast. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.