Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 39
„Helst vildi ég vera í félagi við Darkie," sagði hann, „þegar ég fæ
minn eigin trukk. Darkie er besti vinur minn."
Með langdregnum vantrúarskjálfta horfði hún á dökkar hendurn-
ar, litlu svörtu hárin ofan á fingrunum.
„Hver veit," sagði hún, feimnislega, „kannski kemur að því," sagði
hún.
Á gröfunum í kring stóðu brún blómin í krukkum með enn brúnna
vatni. Plastvendirnir voru með meiri yfirþunga og þeim hafði
vestanvindurinn feykt um koll, en þau höfðu ekki orðið verr úti en
svo að þau lágu í svolítilli óreiðu á harðbrjósta graníthellunum.
Hitinn varð til þess að Last bæjarfulltrúi geispaði. Hann fór að lesa
nöfnin á bautasteinunum, þau sem voru í sjónmáli að minnsta kosti,
sumum þeirra hafði hann rétt að segja gleymt. Einu sinni var hann
næstum farinn að hlæja. Ef hinir dauðu hefðu getað sest upp í kistum
sínum hefði eflaust slegið í brýnu.
„í hringiðu lífsins verður dauðinn á vegi okkar," sagði presturinn.
JACK CUNNINGHAM
ÁSTKÆR EIGINMAÐUR FLORENCE MARY
las Horrie Last.
Hver hefði trúað því að Cunningham, sem var keikur sem eik,
mundi detta á leiðinni upp stíginn til Daise Morrow. Horrie var
vanur að fylgjast með þeim þar sem þau sátu á veröndinni áður en
þau fóru inn að borða. Þau voru ekkert að fara í launkofa með það,
enda vissu þetta allir. Hann var vel tenntur hann Cunningham. Alltaf
í hvítri stífstraujaðri skyrtu. Hvor kvennanna skyldi hafa þvegið af
honum? Florence Mary var sögð vera öryrki. Daise Morrow naut þess
að hlæja með karlmönnum, en handa Jack Cunningham átti hún
þögn. Sú þögn var fyrirheit um nánd sem Horrie Last gat einungis
getið sér til um, en hans einkalíf hafði að mestu farið fram í
svartamyrkri.
Jesús minn, og svo var það Ossie. Innst inni hlaut konan að hafa
verið áður óþekkt tegund af öfugugga.
37