Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 50

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 50
Allt í einu tók mamma Whalley að slá Gary litla - eða var það Barry? „Hvað veist pú, ha? Hvað veist þú?“ „Hvað er að þér?" öskraði maðurinn hennar. „Máttu ekki smakka það án þess að verða andstyggileg!" Hún ansaði ekki. Hann þóttist þó vita að kvartanir væru á leiðinni. Drengurinn var farinn að gráta, en það var þó aðeins formsatriði hjá honum. „Það er þessi fjárans Lummy," kvartaði frú Whalley. „Af hverju ræðstu á hann?" „Maður sýnir þessum krakka ást og umhyggju og hvað hefur maður upp úr því?" Wal rýtti. Gáfutal gerði hann alltaf vandræðalegan. Mamma Whalley spýtti út um gluggann, og hrákinn kom til baka. „Ooooh!" orgaði hún. Og varð þögulli. Strangt til tekið var það ekki Lum, ekki ef maður átti að vera alveg ærlegur. Það var ekkert. Eða allt. Afengið. Maður ætlaði aldrei nokkurn tíma að snerta það aftur. Þangað til maður gerði það. Og þessi fjárans Lummy, tekinn með keisara og allt, maður ætlaði aldrei nokkurn tíma að vera með karlmanni aftur. „Það er nokkuð sem karlmenn skilja ekki." „Hvað þá?" spurði Wal. „Keisara." „Nú?" Það var bara ekki hægt að ræða við karlmenn. Maður varð því að fara í rúmið með þeim. Oftar en ekki hífuð. Þannig varð hún sér úti um tvíburana, eftir að hafa sagt aldrei nokkurn tíma. „Hættu að gráta, í guðanna bænum!" bað mamma Whalley og snerti flaksandi hárið á litla drengnum. Allt var dapurlegt. „Hversu oft skyldu þeir grafa fólk lifandi," sagði hún. Það var einhver púki í Hogben bæjarfulltrúa þegar hann beygði fyrir horn á rjómagulum Holdenbílnum, en hann hafði taumhald á sér á viðkvæmu augnabliki og forðaði sér frá að skrensa yfir á ólög- legan vegarhelming. 48

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.