Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 61

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 61
Það hlýtur að hafa verið lögð lokahönd á múrana daginn fyrir tólf ára afmælið mitt. Ég man að ég hélt afmælisveislu uppi við Ellefu- mílnalæk. Við kveiktum eld og steiktum kjötbita við bugðu á ánni, þaðan sem sjá mátti múrana á Nöktuhæð. Ég man að ég stóð með heitan kjötbita í hendinni þegar einhver sagði: „Sjáiði, þeir eru að fara!" Við stóðum í árfarveginum og horfðum á kínversku verkamennina leiða reiðhjólin sín hægt niður hæðina. Einhver sagði að þeir væru að fara að hlaða reykháf uppi við námuna á þjóðvegi eitt og þar trónar vissulega stór hlaðinn reykháfur núna, ætli hann sé þá ekki þeirra verk. Þegar spurðist að múrarnir væru tilbúnir fóru flestir bæjarbúar upp eftir að skoða. Þeir gengu meðfram veggjunum fjórum, sem voru álíka áhugaverðir og hverjir aðrir múrsteinsveggir. Þeir stóðu fyrir framan stóru viðarhliðin og reyndu að kíkja í gegn, en sáu ekki annað en lítinn blindvegg sem hafði greinilega verið byggður í þessum sér- staka tilgangi. Múrarnir sjálfir voru tíu feta háir og ofan á þeim voru glerbrot og gaddavír. Þegar ljóst varð að við mundum ekki komast að því hvað var fyrir innan gáfumst við öll upp og héldum heim. Herra Gleason var fyrir löngu hættur að koma inn í bæ. Konan hans kom í hans stað, ýtti kerru ofan frá Masonstíg niður í Aðalstræti og fyllti hana af nýlenduvörum og kjöti (þau keyptu aldrei grænmeti, það ræktuðu þau sjálf) og ýtti henni aftur upp á Masonstíg. Stundum mátti sjá hana standa með kerruna í miðri Gellbrekku. Stóð bara þar og kastaði mæðinni. Enginn spurði hana út í múrana. Fólk vissi að hún bar ekki ábyrgð á múrunum og kenndi í brjósti um hana fyrir að þurfa að paufast með kerruna og umbera vitfirringu manns síns. Þegar hún fór að leggja leið sína í byggingavöruverslun Dixons til að kaupa gifs og málningu og fúavarnarefni spurði enginn hvað stæði til. Það var eitthvað við það hvernig hún leit undan sem gaf til kynna að henni væri ekki um spurningar gefið. Dixon gamli bar gifsið og málningardollurnar út í kerruna fyrir hana og horfði á eftir henni. „Veslings konan," sagði hann, „veslings konukindin." Frá bensínstöðinni, þar sem ég sat og lét mig dreyma í sólinni, eða af lokaðri skrifstofunni, þar sem ég starði á regnið dapur í bragði, sá ég Gleason stöku sinnum fara inn eða út úr vinnubúðunum sínum, 59

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.