Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 65

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 65
Og þarna var ég, við bensínstöðina, hallaði mér upp að bensín- dælu í amerískri stellingu og talaði við Brian Sparrow, sem var að skemmta mér með trúðslegum skrípalátum. Phonsey Joy stóð við líkbílinn sinn. Herra Dixon sat í bygginga- vöruversluninni sinni. Þarna í þessum pínulitla bæ mátti finna alla sem ég þekkti. Ef þá var ekki að finna á götunum eða í bakgarðinum heima hjá sér voru þeir innandyra, og ekki vorum við lengi að átta okkur á því að maður gat tekið þökin af og kíkt inn. Við læddumst á tánum um göturnar og kíktum inn um gluggana hvert hjá öðru, lyftum þökunum hvert af annars húsum, dáðumst hvert að annars görðum og meðan við vorum að þessu laumaðist frú Gleason hljóðlega ofan hæðina í áttina að Masonstíg. Hún talaði ekki við neinn og enginn talaði við hana. Ég viðurkenni að það var ég sem tók þakið af húsi Cavanagh- fjölskyldunnar. Svo það var ég sem kom að frú Cavanagh í rúminu hjá hinum unga Craigie Evans. Ég stóð þar drykklanga stund, vissi vart hvað ég var að horfa á. Ég starði heillengi á þetta par. Og þegar ég áttaði mig loks á því hvað hér var á seyði greip mig svo makalaust sambland af afbrýðisemi og sektarkennd og furðu að ég vissi ekki hvað ég átti að gera við þakið. Að lokum var það Phonsey Joy sem tók þakið úr hendinni á mér og setti það varlega á húsið aftur, sjálfsagt eins og hann væri að setja lok á líkkistu. Þá höfðu aðrir séð það sem ég hafði séð og það spurðist hratt út. Síðan stóðum við þarna í litlum klösum og horfðum á líkanið af bænum. Um okkur fór kennd sem aðeins gat verið ótti. Ef Gleason vissi um frú Cavanagh og Craigie Evans (sem enginn annar hafði vitað um), hvað vissi hann þá fleira? Þeir sem ekki höfðu enn fundið sjálfa sig í bænum urðu svolítið áhyggjufullir á svipinn og vissu ekki hvort þeir ættu að leita að sjálfum sér eða ekki. Við störðum hljóð á þökin og vorum full tortryggni og sektar. Það var þá sem við gengum öll ofan hæðina, afar hljóð, eins og fólk gengur heim úr jarðarför, hlustuðum aðeins á marrið í mölinni undir fótum okkar meðan konurnar glímdu við háhæluðu skóna sína. Daginn eftir var bæjarstjórnin boðuð til aukafundar og þar var samþykkt ályktun um að skora á frú Gleason að eyðileggja líkanið 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.