Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 53

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 53
Jack Davis Málagjöld Munda hafði elt hvítu mennina þrjá frá því snemma morguns. Hann hataði þá. Hatur hans var þó blandið ótta. Fyrir því voru tvær ástæður. A síðasta tungli hafði flokkur hvítra manna eitrað eitt af aldagömlum vatnsbólum þeirra með þeim afleiðingum að nokkur af ættmennum hans dóu á kvalafullan hátt. En þetta voru ekki menn- irnir sem báru ábyrgð á því. Hann hafði ljósmyndað þung fótspor drápsmannanna með innra auga sínu og þær myndir geymdi hann til hinsta dags. En hann vissi að þeir voru af sama sauðahúsi. Hann vissi líka að hópurinn stefndi inn á vatnslaust landsvæði. Steikjandi sumarhitinn brenndi sig beint inn í sálir hvítu mann- anna. Fjórum vikum áður höfðu Liles og félagar farið sömu leið. Þó að þeir hefðu farið þvers og kruss um eyðimörkina í bráðum tvær vikur höfðu þeir ekki hitt á slóð hinna landkönnuðanna enn. Wargoton, leiðtogi hópsins, vissi að til að lifa af yrðu þeir að finna vatn innan tuttugu klukkustunda. Hann var hávaxinn maður og spengilegur, skeggjaður og mjög sólbrúnn. Sama lýsing átti við um félaga hans tvo, Lorrest og Wicknell. Eitt kameldýranna hafði drepist vikuna áður. Þær tvær skepnur sem eftir lifðu báru nú allan farangurinn, skorinn niður í brýnustu nauðsynjar. Þeir héldu kyrru fyrir yfir hádaginn, í mesta hitanum. Þeir kunnu á eyðimörkina og vissu að vænlegra væri að spara kraftana með því að ferðast árla morguns og síðla dags. Wargoton hristi brúsann sem geymdi þann dýrmæta vatnsdreitil sem eftir var. Hann leit á félaga sína tvo þar sem þeir sátu í hnipri við hlið hans, í sex feta löngum skugganum af klettinum að baki þeim. Hann var rámur. 51 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.