Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 76
ætlum að drepa þau ó'ZZ." Hann er sveittur og skjálfandi. „Við ætlum
að drepa þau og grafa þau upp og drepa þau aftur. Málið með þig,
ungfrú Astralía, er að þér er ekkert um svertingja gefið, það er málið
með þig. Já, við ætlum að drepa ykkur ö'ZZ." Hann fær sér sopa og
tekur andköf, sleikir varirnar.
Dyrnar opnast. Hún stekkur á fætur. Gusturinn ýtir inn tveimur
pörum frá Púertó Ríko. Þau halda á ruslapokum. Lauf og bréfsnifsi
koma skrjáfandi eftir gólfinu að fótum hennar. Einn Púertó Ríkan-
anna hringir bjöllunni og bankar í lúguna eftir skiptimynt, en það er
ekki opnað; að lokum deila þau með sér skiptimyntinni sem þau
finna í vösum sínum, setja þvottavélarnar af stað og sitja síðan þegj-
andi hlið við hlið uppi á borði. Vélin hennar er búin. Það er laus
þurrkari. Hún hendir flæktum fötunum inn, stingur skiptimynt í
raufina og sest hokin á annan stól og bíður.
Hann hefur misst af henni. Hann skyrpir út í horn, skjögrandi,
þerrar svitann í ermina, betlar síðan sígarettu af þungbúnu hvítu kon-
unni, sem snýr sér undan án þess að virða hann viðlits. „Tík," urrar
hann, hrákasletta lendir rétt við fótinn á henni. Einn Púertó Ríkan-
anna réttir fram opinn pakka. Hann umlar eitthvað og þiggur eina,
lætur kveikja í henni, frussar henni út úr sér og sest skjálfandi á
hækjur sér til að ná henni upp úr hrákaslummunni. Hann sýgur ofan í
sig reykinn, andvarpar honum frá sér aftur. Svo kemur hann auga á
hana á ný og reikar yfir til hennar. „Hvað varð af þér?" Hann hóstar
reyk framan í hana. Flaskan hans er tóm, það kemur ekki dropi úr
henni þegar hann hallar henni að vörum. „Andskotinn," kveinar
hann, og lætur hana detta í gólfið þar sem hún mölbrotnar. „And-
skotans mæður, þið gerið mér lífið leittV'
„Það er enginn að því," muldrar rúnum ristur svertingi.
Hann hefur rigsað upp að henni, buxnaklaufin nemur nánast við
ennið á henni. „Ekki," segir hún örvæntingarfull.
„Ekki, ekki. Af hverju ekki? Ég kann vel við þig, ungfrú Ástralía."
Hann brosir breitt. „Þarf að bregða mér yfir í næsta hús sem snöggv-
ast. Ertu með? Ekki? Þá það. Þið ónáðið hana ekki á meðan. Það á
enginn að blanda sér í þetta. Hún er daman mín."
Hann skjögrar að millihurðinni og opnar dyrnar inn í myrkur sem
rauðir speglar skera sundur. Um leið og dyrnar lokast anda svertingj-
74