Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 38
„Ég veit það ekki."
„Þú ert enginn hvítflibbi."
„Ha?"
„Ég meina, þú ert ekki fyrir tölur, og bækur, og banka og skrif-
stofur," sagði hún.
Hann samsinnti ekki einu sinni, slík var vanþóknun hans.
„Ég ætla að kaupa mér trukk. Eins og herra Black. Darkie á
flutningabíl."
„Hvað þá?"
„Ja," sagði hann, „aftanívagn."
„Já er það," sagði hún, hálfu óöruggari.
„Ég fór með Darkie til Maryborough. Það var ansi stíft ferðalag.
Stundum keyrðum við alla nóttina. Stundum sváfum við í bílnum.
Eða á stöðum þar sem maður fær herbergi. Það var æðislegt samt, að
bruna gegnum sveitaþorpin um nótt."
Hún sá það. Hún sá fólkið standa í dyrunum hjá sér, kyrralífs-
myndir í gulum ljósblokkum. Þeysireið næturinnar læsti fólkið í eilífa
kyrrstöðu. Allt um kring sá hún loðið myrkrið, þar sem trukkurinn
stritaði og streittist, útlínur hans markaðar litríkum ljósum. í bílhús-
inu, þar sem þeir sátu, var aftur á móti allt í röð og reglu. Ef hún leit
til hliðar sá hún hvernig skollitt hárið á honum gljáði í skini
rafljósanna. Þau höfðu meðferðis töskur undir tannbursta, greiður og
þvíumlíkt - blokkina sem hún skrifaði ljóðið í þegar þau æðu ein-
hvers staðar í angan frá rykmaurum sólarljóssins. En hendur hans
höfðu náð þvílíku valdi á stýrinu að það yrði seint. Henni stóð líka á
sama.
„Þessi herra Black," sagði hún og mjókkaði munninn, „tekur hann
þig oft með?"
„Ég hef bara einu sinni fengið að fara með honum út fyrir fylkið,"
sagði Lummy, og fleygði krónu lyfjatrésins frá sér. „Annað slagið í
stuttar ferðir."
Á leiðinni hristust þeir í takt. Hann hafði aldrei verið nær neinum
en þegar hann rakst utan í rifin á Darkie. Hann beið þess að finna
aftur straum þakklætis og ánægju fara um sig. Hann hefði viljað
klæðast röndóttum bol eins og þeim sem Darkie átti, og ætlaði að
gera það þegar þar að kæmi.
36