Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 38

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 38
„Ég veit það ekki." „Þú ert enginn hvítflibbi." „Ha?" „Ég meina, þú ert ekki fyrir tölur, og bækur, og banka og skrif- stofur," sagði hún. Hann samsinnti ekki einu sinni, slík var vanþóknun hans. „Ég ætla að kaupa mér trukk. Eins og herra Black. Darkie á flutningabíl." „Hvað þá?" „Ja," sagði hann, „aftanívagn." „Já er það," sagði hún, hálfu óöruggari. „Ég fór með Darkie til Maryborough. Það var ansi stíft ferðalag. Stundum keyrðum við alla nóttina. Stundum sváfum við í bílnum. Eða á stöðum þar sem maður fær herbergi. Það var æðislegt samt, að bruna gegnum sveitaþorpin um nótt." Hún sá það. Hún sá fólkið standa í dyrunum hjá sér, kyrralífs- myndir í gulum ljósblokkum. Þeysireið næturinnar læsti fólkið í eilífa kyrrstöðu. Allt um kring sá hún loðið myrkrið, þar sem trukkurinn stritaði og streittist, útlínur hans markaðar litríkum ljósum. í bílhús- inu, þar sem þeir sátu, var aftur á móti allt í röð og reglu. Ef hún leit til hliðar sá hún hvernig skollitt hárið á honum gljáði í skini rafljósanna. Þau höfðu meðferðis töskur undir tannbursta, greiður og þvíumlíkt - blokkina sem hún skrifaði ljóðið í þegar þau æðu ein- hvers staðar í angan frá rykmaurum sólarljóssins. En hendur hans höfðu náð þvílíku valdi á stýrinu að það yrði seint. Henni stóð líka á sama. „Þessi herra Black," sagði hún og mjókkaði munninn, „tekur hann þig oft með?" „Ég hef bara einu sinni fengið að fara með honum út fyrir fylkið," sagði Lummy, og fleygði krónu lyfjatrésins frá sér. „Annað slagið í stuttar ferðir." Á leiðinni hristust þeir í takt. Hann hafði aldrei verið nær neinum en þegar hann rakst utan í rifin á Darkie. Hann beið þess að finna aftur straum þakklætis og ánægju fara um sig. Hann hefði viljað klæðast röndóttum bol eins og þeim sem Darkie átti, og ætlaði að gera það þegar þar að kæmi. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.