Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 70

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 70
Beverley Farmer Maðurinn í þvottahúsinu Henni er illa við að ónáða hann en stundum neyðist hún til þess, vegna þess að inngangurinn í íbúðina hans liggur um vinnuher- bergið. Nú þegar hann er staðinn upp frá bókunum til að laga kaffi frammi í eldhúsi getur hún þó farið í kuldaskóna og kápuna og leitað í skápnum að svarta plastpokanum sem þau nota undir óhreina tauið, án þess að ónáða hann. „Ég verð í mesta lagi tvo tíma," segir hún þegar hann kemur fram aftur. Hún heldur pokanum á loft svo hann sjái hvað stendur til. „Ertu viss?" Hann lyftir brúnum. „Það hlýtur að vera komið að mér." Þau pössuðu vel upp á þetta fyrst eftir að hún flutti inn. „Alveg viss. Ég þarf að fara meira út. Hitta fólk." Hún ypptir öxl- um yfir augnaráði hans. „Mig langar til að kynnast mannlífinu í Bandaríkjunum eins vel og ég mögulega get, hvort sem er." „Ekki að vera hjá mér." Hún brosir. „Auðvitað langar mig að vera hjá þér. Þú veist það." „Ég hélt þú værir að skrifa sögu og vildir ljúka við hana." „Ég var að því. Ég er búin með hana. Þú veist að þú hefur ekki tíma til að fara, og ég vil gjarnan fara." Hann stendur þarna án þess að brosa og heldur á könnunum tveimur. „Ég lagaði kaffi handa þér," segir hann. „Takk." Hún tyllir sér á rúmið og dreypir á sjóðheitu kaffinu á meðan hann horfir til himins úr stólnum sínum, snýr frá henni. Glugginn er uppi yfir götunni og á bjartari dögum en þessum blasir sólarlagið við í öllu sínu veldi. Hann vinnur ævinlega við gluggann en snýr að veggnum, dökk vangamynd. Hann segir: „Sjáðu hvað það er að verða dimmt." 68

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.