Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 71
„Þetta eru bara ský," segir hún. „Klukkan er bara rétt orðin þrjú."
„Samt. Af hverju í dag? Laugardag."
„Af hverju ekki? Þetta er síðasta skyrtan þín."
„Þetta eru aðallega föt af mér, býst ég við." Þannig er það alltaf.
Hún þvær sín föt í baðherbergisvaskinum og hengir þau á rörin.
Hann hefur aldrei fett fingur út í það; en hún hefur heldur aldrei
spurt. Hann ypptir öxlum. „Þú ratar ekkert allt of vel. Það er allt og
sumt."
„Víst! Nógu vel til að fara út í þvottahús."
„Jæja. Allt í lagi þá. Ertu með númerið hjá Fred?"
Hún kinkar kolli. Fred, sem býr á hæðinni fyrir ofan, er eini
maðurinn í húsinu með síma og hann er orðinn hundleiður á að kalla
nágranna sína í símann. Hún hefur einu sinni hringt í númerið hjá
Fred. Hún stendur upp án þess að klára úr bollanum.
„Jæja þá. En farðu varlega." Hann sest við borðið og snýr baki í
hana og dyrnar og rúmið sitt, en þar sefur hún núna á nóttunni, ligg-
ur með handlegginn yfir augunum, kaldan og stífan, sleginn fölva
Ijóssins, á meðan hann vinnur fram eftir. Nú andvarpar hann og
kveikir á lampanum, heldur kaffinu upp að honum með báðum
höndum og horfir á gufuna tæjast.
Hún lokar dyrunum hljóðlega.
Það er þegar búið að kveikja ljós undir grænum dyraskyggnum
fjölbýlishúsanna. Þetta eru gömul þriggja hæða hús, þakin rauðum
bergfléttum. Gömul álmtré sem standa við götuna hans skarta gyllt-
um laufum og iða af kvikum íkornum - loftið er tært í lauffallinu. Það
litla sem eftir var af fyrsta snjó vetrarins er nú bráðnað. Þegar hún
kemur niður tröppurnar feykir kaldur vindgustur laufum yfir hana
og ískaldir regndropar stinga hana í kinnar. Vindurinn feykir henni
og þessum afkáralega poka hennar fyrir hornið, undir brúna, yfir
hver ókræsileg gatnamótin af öðrum niður eftir strípuðu strætinu.
Leiðin í þvottahúsið virðist óeðlilega löng. Er hún að villast? Nei,
þarna sér hún það loks á næsta horni: Bar og þvottahús. Það fer
skjálfti um hana þar sem hún skellir á eftir sér glerhurðinni og
hreiðrar um sig í hlýrri gufunni og dyninum og lítur í kringum sig.
Hér er venju fremur margt um manninn. Laugardagur er anna-
dagur, hún hefði átt að geta sagt sér það. Alvöruþrungin svertingja-
69