Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 44
En gat ekki talað ofan í orð prestsins. Hún rigsaði því. Hún var ekki
ólík perluhænu sem hefur fest sitt doppótta silki í gaddavír.
Þegar þau höfðu gengið svolítið lengra, hingað og þangað, hvert
sem var, heyrðu þau raddir.
„Hvað er um að vera?" spurði Meg.
„Mamma og pabbi," sagði Lummy. „Að óskapast út af einhverju."
Mamma hans hafði verið að finna tvær óopnaðar bjórflöskur. Niðri
á haugum. Viti menn. Eitthvað hlaut að vera skrýtið í kýrhausnum
einhvers staðar.
„Gætu hafa sett eitur í þær," sagði maður hennar áhyggjufullur.
„Eitur? Farðu í rass!" þaut í henni. „Þetta segirðu af því ég fann
þær!"
„Hver sem fann þær," sagði hann, „hver heldurðu að drekki heitan
bjór?"
„Eg!" sagði hún.
„Þegar við komum með kaldan og svalandi bjór?"
Hann hafði líka svolítið hátt. Hún var stundum óútreiknanleg.
„Hver vildi geyma bjórinn sem við komum með? Þangað til hann
yrði heitur og góður!" skrækti hún.
Svitinn bogaði af þeim báðum hjónunum.
Skyndilega langaði Lum að leiða þessa stúlku úr heyranda hljóði.
Hann var svo að segja búinn að fá sig fullsaddan af þessum fylliröft-
um. Hann hefði getað hugsað sér að ganga yfir slegna flöt með
þessari stúlku, eins og í Grasagarðinum, þar sem grænt torf dúaði
undan makindalegu fótspori þeirra. Styttur vísuðu veginn gegnum
skært sólskinið, þangað sem þau settust að lokum, undir risastórum
gljáandi laufum, og horfðu á báta úti á vatninu. Þar vöfðu þau lög af
nýjum þurrkum utan af nestinu sínu.
„Þau eru ferlega groddaleg," útskýrði Lummy.
„Mér er alveg sama," fullvissaði Meg Hogben hann.
Ekkert í heiminum fékk breytt því - þurfti meira til? Eða minna?
Hún rölti á eftir honum, framhjá ryðguðum olíuofni, yfir völl af
banvænum gólfteppum. Eða hljóp, eða rann, til að halda í við hann.
Blóm hefðu sölnað í höndunum á henni ef hún hefði þá ekki kramið
þau harkalega, til að halda jafnvæginu. Einhvers staðar í þessu einka-
völundarhúsi þeirra hafði Meg Hogben týnt hattinum sínum.
42