Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 44

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 44
En gat ekki talað ofan í orð prestsins. Hún rigsaði því. Hún var ekki ólík perluhænu sem hefur fest sitt doppótta silki í gaddavír. Þegar þau höfðu gengið svolítið lengra, hingað og þangað, hvert sem var, heyrðu þau raddir. „Hvað er um að vera?" spurði Meg. „Mamma og pabbi," sagði Lummy. „Að óskapast út af einhverju." Mamma hans hafði verið að finna tvær óopnaðar bjórflöskur. Niðri á haugum. Viti menn. Eitthvað hlaut að vera skrýtið í kýrhausnum einhvers staðar. „Gætu hafa sett eitur í þær," sagði maður hennar áhyggjufullur. „Eitur? Farðu í rass!" þaut í henni. „Þetta segirðu af því ég fann þær!" „Hver sem fann þær," sagði hann, „hver heldurðu að drekki heitan bjór?" „Eg!" sagði hún. „Þegar við komum með kaldan og svalandi bjór?" Hann hafði líka svolítið hátt. Hún var stundum óútreiknanleg. „Hver vildi geyma bjórinn sem við komum með? Þangað til hann yrði heitur og góður!" skrækti hún. Svitinn bogaði af þeim báðum hjónunum. Skyndilega langaði Lum að leiða þessa stúlku úr heyranda hljóði. Hann var svo að segja búinn að fá sig fullsaddan af þessum fylliröft- um. Hann hefði getað hugsað sér að ganga yfir slegna flöt með þessari stúlku, eins og í Grasagarðinum, þar sem grænt torf dúaði undan makindalegu fótspori þeirra. Styttur vísuðu veginn gegnum skært sólskinið, þangað sem þau settust að lokum, undir risastórum gljáandi laufum, og horfðu á báta úti á vatninu. Þar vöfðu þau lög af nýjum þurrkum utan af nestinu sínu. „Þau eru ferlega groddaleg," útskýrði Lummy. „Mér er alveg sama," fullvissaði Meg Hogben hann. Ekkert í heiminum fékk breytt því - þurfti meira til? Eða minna? Hún rölti á eftir honum, framhjá ryðguðum olíuofni, yfir völl af banvænum gólfteppum. Eða hljóp, eða rann, til að halda í við hann. Blóm hefðu sölnað í höndunum á henni ef hún hefði þá ekki kramið þau harkalega, til að halda jafnvæginu. Einhvers staðar í þessu einka- völundarhúsi þeirra hafði Meg Hogben týnt hattinum sínum. 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.