Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 68
koma í leit að föður mínum og biðja hann að stara á gírana á hjólinu
hans Dyers. Ég horfi á föður minn tölta yfir götuna, hengjandi haus.
Hann er hættur að heilsa Könunum. Hann spyr þá ekki um litasjón-
vörp eða höfuðborgina Washington. Hann krýpur fyrir framan hjólið
hans Dyers á gangstígnum. Þeir umkringja hann. Oft muna þeir ekki
glöggt hvernig líkanið var og biðja föður minn að sitja fyrir í vitlausri
stellingu. í fyrstu maldaði hann í móinn, en nú er hann hættur því.
Hann verður við óskum þeirra. Þeir stjaka honum fram og til baka og
hafa áhyggjur af svipnum á honum, en hann er ekki lengur sá sami og
áður.
Því næst koma þeir til mín. Ég er næstur á kortinu. Ég er af ein-
hverjum ástæðum mjög vinsæll. Þeir koma í leit að mér og bensíndæl-
unni minni eins og þeir hafa gert undanfarin fjögur ár. Ég bíð þeirra
ekki með óþreyju því ég veit, áður en þeir ná til mín, að þeir verða
fyrir vonbrigðum.
„En þetta er ekki sami strákurinn."
„Jú," segir Phonsey, „þetta er hann." Og lætur mig sýna þeim
skírteinið mitt.
Þeir skoða skírteinið tortryggnir, þukla pappírinn eins og það væri
vel falsað. „Nei," segja þeir (Kanar eru svo vissir í sinni sök.). „Nei,"
þeir hrista höfuðið, „þetta er ekki rétti strákurinn. Sá rétti er yngri."
„Hann er orðinn eldri. Hann var einu sinni yngri." Phonsey virðist
leiður þegar hann segir þeim þetta. Hann hefur efni á því að vera
leiður á svip.
Kanarnir einblína á mig. „Þetta er ekki sami strákurinn."
En að lokum taka þeir fram myndavélarnar sínar. Ég stend þarna
deyfðarlegur og reyni að láta sem mér sé skemmt eins og áður.
Gleason sá mig þannig á svipinn en ég man ekki lengur hvernig mér
leið þá. Ég var að horfa á Brian Sparrow. En Brian er líka þreyttur.
Hann á erfitt með að hafa sitt trúðslega sprell í frammi og Könunum
finnst leikþátturinn hans ekkert fyndinn. Þeir kjósa heldur styttuna.
Ég horfi dapureygur á hann, þykir fyrir því að hann skuli þurfa að
leika fyrir svo vanþakkláta áhorfendur.
Kanarnir borga einn dal fyrir að taka mynd af okkur. Þegar þeir
eru búnir að borga óttast þeir vörusvik. Þeir eru alltaf vonsviknir og
ég er alltaf með sektarkennd yfir því að ég hafi einhvern veginn
brugðist þeim með því að eldast og mæðast.
66