Fréttablaðið - 28.10.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 28.10.2016, Síða 34
Fólk er sífellt að reyna að finna hinn gullna meðalveg í matar­ æðinu og reynir flest að gera sitt besta á degi hverjum og vanda valið á því sem það neytir. Flest­ ir vilja borða holla og fjölbreytta fæðu úr sem flestum fæðuflokk­ um og reyna hvað þeir geta til að sneiða framhjá óhollustu þegar hungurtilfinningin lætur á sér kræla. Marga dreymir um að hafa nægan tíma til að útbúa millimál og nesti frá grunni en dagskrá hversdagsins er víða ansi þétt og því verður gjarnan lítið úr háleit­ um hugmyndum með tilheyrandi svekkelsi og skyndilausnum. „MS Léttmál er ný kynslóð millimála og frábær kostur fyrir þá sem kjósa fljótlega, bragðgóða og umfram allt holla millimáltíð í amstri dagsins,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. „Fyrstu tvær vörurnar sem koma á markað eru annars vegar Grísk jógúrt með döðlum, möndl­ um og fræjum og hins vegar Kota­ sæla með berjum og möndlum, en báðar vörunýjungarnar eru hrein­ ar í grunninn án viðbætts sykurs ásamt stökkum og hollum toppi,“ bætir Björn við. Léttmálin frá MS eru próteinrík, einstaklega hand­ hæg og bragðgóð og auðvelt er að grípa þau með sér og neyta hvar sem er og hvenær sem er. Við val á innihaldi í toppana, sem fylgja Léttmálunum, var vandað sérstaklega til verka. Topparnir voru sérvaldir og bland­ aðir hjá vottuðum birgjum og þess gætt til hins ýtrasta að tryggja besta mögulega hráefnið. Möndl­ ur, ber, döðlur og fræ passa full­ komlega við hreina gríska jógúrt og hreina kotasælu og gefa þessir nýju réttir neytendum kost á hand­ hægu og hollu millimáli sem létt er að grípa með sér í dagsins önn og neyta þegar hungrið læðist að manni. MS Léttmál – bragðgott og fljótlegt millimál Fótboltamömmurnar spila saman vikulega á ÍR-vellinum. Þær þurfa hvorki dómara né þjálfara enda lýðræði ríkjandi í hópnum. Mynd/Hanna Æfingarnar hófust í haust að undir lagi fótboltamömmunnar Sigrúnar Tómasdóttur. „Sumar­ tímabilunum hjá börnunum í fót­ boltanum er mjög oft slúttað með foreldrabolta og grilli. Þá spila for­ eldrarnir á móti börnum sínum og allir hafa mjög gaman af. Ég hef tekið þátt í þessu bæði sem for­ eldri og þjálfari og alltaf hefur það reynst þrautin þyngri að fá foreldrana til að hætta að spila og koma í grillið,“ segir Sigrún glað­ lega og bætir við að stundum þurfi líka að benda foreldrum á að draga aðeins úr ákafanum í að skora enda verið að spila á móti börnum. Sjötíu í grúppunni „Eftir síðasta foreldrabolta urðu nokkrar mömmur sammála um að þær þyrftu endilega að fá að spila oftar. Ég ákvað að prófa og sjá hver áhuginn væri,“ segir Sig­ rún sem setti upp Facebook­síðu og áhuginn lét ekki á sér standa. „Í grúppunni eru rúmlega sjö­ tíu konur. Áhuginn er því mik­ ill en hins vegar eru það í kring­ um tuttugu konur sem hafa komið að spila, en hinar fylgjast með á kantinum og stökkva kannski inn í þegar tækifæri gefst.“ Sigrún segir ÍR hafa tekið mjög vel í hugmyndina. „Það var auð­ sótt mál að fá frátekinn völl fyrir okkur einu sinni í viku,“ segir hún en hópurinn æfir á gervigrasvelli félagsins á miðvikudagskvöldum. Á öllum getustigum Á hverja æfingu mæta í kringum tíu til tólf konur og spila í klukku­ tíma. Þó meirihlutinn sé fótbolta­ mömmur segir Sigrún allar konur velkomnar. „Það hafa einhverjar tekið með sér systur og vinkonur, sumar eiga börn í öðrum íþrótt­ um eða áttu börn í íþróttum sem eru hætt. Þetta er bara mjög fjöl­ breytt,“ segir Sigrún. Sama má segja um getustigið. „Við erum á öllum getustigum, allt frá konum sem hafa aldrei farið á fótbolta­ æfingu í lífinu, eða hafa æft eða spilað sem unglingar, upp í eina sem var atvinnumaður á Eng­ landi,“ lýsir hún og telur þetta blandast vel saman. „Maður sér alveg muninn. Þær sem eru vanar fara í meiri átök við þær sem eru það líka, en fara síðan blíðlegar að hinum sem minna kunna.“ Skemmtilegur félagsskapur Sigrún segir konurnar vissulega hafa keppnisskap en það brjótist þó út á jákvæðan máta. „Hér er aldrei nein tapsár eða reið. Hér þarf engan dómara enda allt mjög heiðarlegir leikmenn. Hér ríkir því lýðræði á æfingum.“ En hvað er svona skemmtilegt við þetta? „Það er félagsskapurinn, hreyfingin og fótboltinn. Svo er þetta mun skemmtilegra en að fara í ræktina. Ég fer í ræktina nokkr­ um sinnum í viku og hlakka aldr­ ei til þess eins og að fara í fótbolt­ ann,“ segir Sigrún og hlær. Hún segir allar konurnar sammála um skemmtanagildið. „Það er oft erfitt að hætta og við spilum oft í rúman klukkutíma.“ Gott fyrir félagið Sigrún vonast til að halda úti æfingum í allan vetur. „Veðrið hefur vissulega einhver áhrif og við höfum þegar misst af þrem­ ur æfingum í haust út af óveðri.“ Hún telur æfingarnar ekki aðeins góða skemmtun held­ ur byggi þær einnig upp kunn­ ingsskap milli þeirra mæðra sem eiga börn í fótbolta hjá ÍR. „Þetta er líka rosa fín leið fyrir konur til að kynnast öðrum konum í félaginu. Þá getur þetta líka verið góð leið til að virkja konur til verka innan félagsins. Allt í tengslum við þennan fót­ bolta, og íþrótta­ og tómstunda­ starf barna, er undir því komið að foreldrarnir hjálpi til og komi að starfinu. Vonandi verða þarna til fleiri sannir ÍR­ingar,“ segir Sigrún glöð í bragði. Mömmur út að leika Einu sinni í viku hittast hressar konur til að spila fótbolta á ÍR-vellinum. Þær segja gleði ríkja á æfingum því þrátt fyrir virkt keppnisskap verði engin tapsár þó illa gangi. Þeir sem gefa sér tíma til þess að planka í nokkrar mínútur á dag verða fljótlega varir við árang­ ur. Æfingin er einföld og hægt að framkvæma hana nánast hvar sem er. Leggjast á magann og lyfta sér svo upp á tám og lófum, framhand­ leggjum og þá nota margir óstöð­ ugt undirlag eins og bolta til að virkja vöðvana enn frekar. Einn­ ig má gera æfinguna liggjandi á hnjám til að byrja með. Æfingin styrkir djúpu kviðvöðv­ ana og getur dregið úr bakverk. Líkamsstaðan batnar eftir því sem vöðvarnir styrkjast en æfingin styrkir bak, brjóst, axlir og háls. Þá eykst liðleiki einnig þar sem vöðvarnir í kringum axlir, viðbein og herðablöð lengjast. Þegar búið er að koma sér fyrir á að draga kviðinn inn og mæla sumir með því að ímynda sér log­ andi kerti á gólfinu undir kviðnum. Þó má ekki lyfta sér of hátt held­ ur halda líkamanum þráðbeinum. Svo er stöðunni einfaldlega haldið í 20 til 30 sekúndur í einu og hvílt í 60 sekúndur. Þetta er endurtekið þrisvar til fimm sinnum. Bætt líkamsstaða og aukinn styrkur Æfingin styrkir djúpu kviðvöðvana og getur dregið úr bakverk. HeiLSuRÆkt kynningarblað 28. október 20164 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -D 4 A 8 1 B 1 8 -D 3 6 C 1 B 1 8 -D 2 3 0 1 B 1 8 -D 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.