Fréttablaðið - 28.10.2016, Side 36

Fréttablaðið - 28.10.2016, Side 36
Daníel óraði ekki fyrir því fyrir nokkrum árum að hann myndi nokkurn tíma prófa súludans og hvað þá fara í sirkus. MYND/GVA Daníel byrjaði að æfa súlufimi fyrir tveimur árum og hefur síðan öðlast aukinn liðleika og styrk. „Ég var lítið í íþróttum sem krakki. Ég spilaði tennis í nokkur ár og prófaði badminton og borðtenn­ is en fann mig ekki í neinum hópí­ þróttum. Ég var mest í tölvunni og var orðinn ansi þungur á mér,“ segir hinn 21 árs gamli Daníel Adam Pilkington. „Þegar ég var á öðru ári í menntaskóla tók ég þátt í innan hússkeppni að fyrirmynd Biggest Loser hjá 10/11 þar sem ég vann með skóla. Ég missti tuttugu kíló í keppninni og önnur tuttugu í kjölfarið. Það fuku samtals fjöru­ tíu kíló á einu ári og allt í einu var ég eiginlega orðinn allt of mjór. Ég ákvað því að styrkja mig en fannst ég ekki ná sérstökum árangri í ræktinni þrátt fyrir miklar æfing­ ar. Ég lét svo hafa mig út í að fara með kærustunni og vinkonu okkar í prufutíma í súludansi í Eríal Pole. Ég var ansi smeykur í fyrstu en það kom mér á óvart hvað þetta var skemmtilegt og þá sérstaklega snúningarnir, tæknin og hin ýmsu brögð. Ég fann mig síður í mjaðma­ sveiflunum en leiddi þær bara hjá mér,“ segir Daníel sem öðlaðist bæði aukinn liðleika og styrk með hjálp súlufiminnar. Á svipuðum tíma var yngri bróðir Daníels að leika sér með svokallað poi sem eru sirkusbolt­ ar í löngu bandi. „Ég smitaðist af áhuga hans og ákvað að prófa. Bróðir minn fór þá að „juggla“ með bolta og ég fór með tímanum að prófa mig áfram með það líka. Ég hafði svo samband við Sirkus Íslands til að spyrjast fyrir um eldpoi. Mér var þá boðið að koma á æfingar en fannst ég ekki orð­ inn nógu góður. Ég, bróðir minn og kærasta fórum hins vegar að standa fyrir „juggle“­kvöldum í Hinu húsinu undir yfirskrift­ inni „Reykjavík Juggle Nights.“ Þau eru haldin alla fimmtudaga klukkan 20 en með því að „juggla“ í hóp og hafa félagsskap af fleir­ um sem eru að gera svipaða hluti jókst færnin jafnt og þétt,“ út­ skýrir Daníel. „Að endingu fórum við á æfingu hjá Sirkusi Íslands og vorum strax fengin til að búa til blöðrudýr á hinum ýmsu uppá­ komum. Við kunnum reyndar ekkert í því en fengum skyndi­ kennslu,“ segir Daníel og hlær. Í dag æfir Daníel með Sirkusi Íslands í þrjá tíma á dag og er sí­ fellt að bæta færni sína. Samhliða mætir hann í súlutíma enda fara sirkusinn og súlan vel saman. Eins er hann í Movement Im provement og Acro Yoga. Spurður hvert hann stefni segir hann að sig langi til að byggja sig enn frekar upp og sækja mögulega um í sirkusskóla þegar fram líða stundir. „Ég var þó líka að klára margmiðlunarskólann og sækja um hreyfimyndagerð. Framtíðin er því óráðin.“ Daníel hvetur áhugasama til að mæta á „juggle“­kvöldin í Hinu húsinu. Þeir sem eru forvitnir um súluna geta svo séð brot af því besta á hrekkjavökusýningu sem verður haldin í Eríal Pole að Rauðarárstíg 31 á laugardag klukkan 20 en þar sýna jafnt nem­ endur sem kennarar listir sínar á súlu og Lýru sem eru loftfimleik­ ar í hringjum. Fann sig í súlu og fór í sirkus Daníel Adam Pilkington fann sig ekki í íþróttum á yngri árum og var auk þess þungur á sér. Fyrir tveimur árum prófaði hann að fara í opinn súludanstíma með kærustunni sinni og þó mjaðmasveiflurnar hafi ekki höfðað til hans fannst honum snúningarnir og brellurnar skemmtilegar. Síðan lá leið hans í Sirkus Íslands þar sem hann sýnir alls kyns kúnstir og boltabrögð. Vera Einarsdóttir vera@365.is AMÍNÓ LIÐIR AMÍNÓ LÉTT AMÍNÓ 100% Liðkandi blanda með náttúrulegum efnum úr sæbjúgu úr hafinu við Ísland. Inniheldur sæbjúgu, vatnsrofin þorskprótín, túrmerik, D vítamín , C vítamín og mangan. Seðjandi og mettandi blanda sem auðveldar þyngdarstjórnun vegna glúkómannan. Inniheldur vatnsrofin þorskprótín, glúkómannan og króm-pikkólínat. Fyrir fólk sem vill auka neyslu á hreinu fiskpróteini. Inniheldur einungis vatnsrofin þorskprótín úr villtum íslenskum þorski. Snorri Snorra „Virkar vel á mína liði“ Guðrún Lilja „Finn góðan mun á mér“ Guðjón Ágúst „Mun kraftmeiri í ræktinni“ hEilsurækt kynningarblað 28. október 20166 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -C 0 E 8 1 B 1 8 -B F A C 1 B 1 8 -B E 7 0 1 B 1 8 -B D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.