Fréttablaðið - 28.10.2016, Page 46

Fréttablaðið - 28.10.2016, Page 46
Hver kannast ekki við að það sé erf- itt að vakna á morgnana nú í svart- asta skammdeginu? Flestir kannast líka við hvað það munar miklu að vakna vel og eiga góðan morgun. Hér eru nokkur ráð sem hjálpa þér að verða morgunmanneskja. Farðu fyrr að sofa! Þetta eru auð- vitað engin vísindi en þannig aukast eðlilega líkurnar á að þú eigir auð- veldara með að vakna og vaknir út- hvíld/ur. Taktu til fötin sem þú ætlar í að morgni kvöldinu áður. Það er fátt meira ergjandi en að róta eftir rétt- um spjörum í fataskápnum að morgni og finna ekki neitt. Það getur hæglega eyðilagt hálfan dag- inn. Hættu að snooza. Stilltu klukk- una á þann tíma sem þú ætlar þér á fætur. Ekki eyða klukkutíma í að snooza. Það er ávísun á meira erg- elsi og þreytu. Gættu þess að eiga til gott kaffi. Fyrsti kaffibollinn er yfirleitt sá besti. Hann getur alveg verið ástæða til að fara fram úr og þá sér- staklega ef hann er af betri gerðinni. Gerðu samning við þig um að tak- ast á við daginn með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Lestu jafn- vel eitthvað uppbyggilegt eða farðu með bæn. Ákvörðunin ein og sér fleytir þér langt. Vertu morgunmanneskja Norðmenn hafa fundið fyrir mik- illi fækkun nemenda í blaða- mannanámi. Árið 2010 sóttu 10.800 ungmenni um að komast í nám í blaðamennsku. Í ár eru þau 3.000 færri. Ástæðan er sögð lítil eftir- spurn eftir blaða- og fréttamönn- um. Það getur verið erfitt fyrir ungt fólk að komast í draumastarf- ið, að því er NRK greinir frá. Stór fjölmiðlafyrirtæki hafa verið með mikinn niðurskurð á þessu ári, má þar nefna VG, Aften- posten, Bergens Tidende, Adresse- avisen, TV2, NRK og Aller-tíma- ritarisann. Norskir fjölmiðlar hafa átt í erfiðleikum með breyttu fjöl- miðlaumhverfi eins og gerist í öðrum löndum. Áður voru lang- ir biðlistar hjá skólum sem kenna fjölmiðlun. Nú komast þeir í námið sem vilja. Minni áhugi á blaðamennsku 1/3 bolli kókosolía brædd við lágan hita 2 bollar sykur 20 dropar af lime- ilmkjarnaolíu 3-5 dropar af lemon- ilmkjarnaolíu 3 dropar af orange- ilmkjarnaolíu 3 dropar af bergamot- ilmkjarnaolíu 1/2 bolli extra jómfrúarolía Blandið öllu nema olíunni saman í stóra skál. Bætið olíunni út í í smáum skömmtum þar til bland- an er orðin nægilega þykk. Mokið blöndunni að lokum í fallega gler- krukku. Skrúbbinn má nota á allan líkamann og er sérstaklega þægi- legt að nudda honum yfir þurr- ar og þreyttar hendur. Skolið svo af með volgu vatni og hendurnar verða silkimjúkar og ilmandi frísk- ar á eftir. adelightfulhome.com Sykurskrúbbur með límónu *Samkvæmt vondasta þýðanda Íslands * H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6 -3 1 7 9 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r10 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S t í l l 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 8 -F C 2 8 1 B 1 8 -F A E C 1 B 1 8 -F 9 B 0 1 B 1 8 -F 8 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.