Fréttablaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 2
Súkkulaði en ekki kakósull „Hér í bragganum verðum við með leikföngin okkar,“ segir Óskar Albertsson. Jólamarkaður Ásgarðs byrjar í dag klukkan 12. Að sögn Óskars hefst jólaundirbúningurinn strax í janúar. „Þá erum við að skipuleggja. Vinnum hægt en þétt yfir árið og gefum svo í síðustu mánuði ársins. Það verður kaffihlaðborð uppi í húsi hjá okkur gegn vægu verði. Þar verður heitt súkkulaði með rjóma, ekkert kakósull,“ lofar Óskar. Fréttablaðið/anton brink Veður Ákveðin sunnanátt á landinu, hvassast á annesjum norðvestan og vestan til. Rigning sunnan og vestan til á landinu, en sums staðar talsverð rigning vestan til og allra syðst. Skýjað og þurrt að mestu norðaustan- og austanlands. Hlýtt í veðri. sjá síðu 56 Dublin Páskaferð | 13. apríl | 4 nætur Verð frá: 89.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði á O‘Callaghan Mont Clare. Verð án Vildarpunkta: 99.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Flogið með Icelandair samfélag Stúdentsefni Fjölbrauta- skóla Suðurlands skemmtu sér á síðasta skóladegi framhaldsskóla- göngu sinnar. Þessir fimm glað- lyndu drengir klæddu sig upp sem Pétur krossfiskur úr teiknimyndinni Svampur Sveinsson í tilefni dagsins. Um tuttugu nemendur útskrif- ast úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á þessari önn. Dagurinn hófst í skólanum þar sem stúdentsefnin kvöddu kennara og samnemendur. Því næst gerðu þeir sér ferð til Reykjavíkur til þess að skemmta sér ærlega í síðasta sinn áður en próf- lesturinn hefst. – þh Krossfiskar dimmittera nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands dimmitteruðu í gær. Fréttablaðið/GVa Viðskipti Iceland Foods hafnaði því að afskrá orðmerkið Iceland á fundi með stjórnvöldum, Samtökum atvinnulífsins og Íslandsstofu í gær. Þá kynnti fyrirtækið tillögur sem stóðust ekki væntingar Íslands. Því verður lagalegum aðgerðums haldið áfram, segir í tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins. Íslensk stjórnvöld telja ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland í löndum ESB. Það komi í veg fyrir að íslensk fyrir- tæki og stofnanir geti skráð vöru sína með vísun í upprunalandið. „Þetta mál hefur alþjóðlega skír- skotun vegna áhrifa á vöru- og þjónustuviðskipti og munu íslensk stjórnvöld taka það upp á alþjóða- vettvangi,“ segir ráðuneytið. – þea Neitar að afskrá stjórnmál „Við höfum átt gott sam- tal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þing- flokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunar- umboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið full- reyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr við- ræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnar- myndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast við- ræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðli- legt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórn- ar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleik- ann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn. thorgeirh@frettabladid.is Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgina. Guðni th. Jóhannesson, forseti Íslands, fól birgittu Jónsdóttur, þingflokksfor- manni Pírata, stjórnarmyndunarumboðið á bessastöðum í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslensk stjórnvöld telja ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland. 3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -5 5 5 C 1 B 8 B -5 4 2 0 1 B 8 B -5 2 E 4 1 B 8 B -5 1 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.