Fréttablaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 30
aðdáandi Star Wars. Þetta er ótrú- lega skemmtilegur aldur þegar þau eru að uppgötva heiminn. Maður á að gera allt sem maður getur til að halda þessari forvitni á lífi. Mig langar til þess að hann búi í heimi sem er fallegur og spennandi. Ég veit að ef við eflum áhuga barna á vísind- um og náttúrunni þá smám saman færumst við í þá átt að heimurinn verður betri. Við leysum vandamál sem við stöndum andspænis og svo framvegis. Auðvitað vil ég breyta heim- inum. Og finnst fínt að byrja smátt og hugsa staðbundið. Ég er enginn Elon Musk, sem framleiðir rafbíla til þess að koma á byltingu. En ég bara veit að við þurfum að horfa upp í himininn til að sjá hvað við erum hluti af stórri heild. Ég held að fólk sem færir okkur skilning sé fólk sem breytir heiminum. Hvort sem það eru vísindamenn eða listamenn. Þetta er nátengt, listir og vísindi í þessu samhengi.“ Vanmáttur og auðmýkt En þyrmir aldrei yfir hann þegar hann hugsar um alheiminn? „Jú, sérstaklega þegar maður hugsar um upprunann og þróunina á endalokunum. Hvað heimurinn er virkilega stór. Stundum kemur til- finning upp í hugann eins og maður skynji það, en svo dettur maður á jörðina, vanmáttugur. Forviða og fullur auðmýktar. Maður lærir auðmýkt. Við búum á svo pínulítilli plánetu. Það er svo sorglegt hvað við erum að fara illa með hana,“ segir Sævar og beinir tali sínu til stjórnmálamanna. „Umhverfisvernd á að snúast um það að við eigum að geta lifað hér. Við förum svo illa með hana að við erum að stofna heimili okkar í mikla hættu. Það er óþolandi að fylgjast með stjórnmálamönnum skella skollaeyrum við því sem þarf að laga. Fyrst og fremst, hættið þessum kreddum. Opnið hugann. Maður getur haft rangt fyrir sér. Það er ekk- ert að því. Þannig hafa allar fram- farir í heiminum orðið, við höfum uppgötvað að við höfum rangt fyrir okkur. Við þurfum að breyta efna- hag okkar ef að við ætlum að búa afkomendum okkar góða framtíð. Það er allt í lagi að treysta á vísindin en ekki leggja allt of mikið traust á þau. Þið nennið nefnilega ekki að fjármagna þau almennilega, þann- ig að við hverju búist þið? Það er ekkert hættulegt og ekk- ert sárt að breyta um kúrs og hefja vegferðina í að leysa vandamálin,“ bendir Sævar á. „Opnið huga ykkar, fyrst og fremst. Lærið eitthvað nýtt um heiminn. Hugsið um hags- munina. Það er ekki nóg að hugsa til næstu fjögurra ára. Stjórnmála- menn, gerið eitthvað stórkostlegt,“ biður hann um. „Stjörnufræðin hefur veitt okkur þá víðsýni sem við þurfum til að breyta heiminum. Innblástur. Samt er það þannig að það vill enginn draga neitt úr sínu. Mér finnst í þessu sambandi að fólk ætti að hlýða speki Hávamála. Orðstír deyr aldrei, segir þar.“ Frá okkur til stjarnanna sem dóu En hvað skyldi vera það fallegasta sem hann hefur rekist á í þessum fræðum? „Fallegasta staðreynd sem ég veit um er að öll efnin í líkam- anum okkar urðu til þegar stjörnur dóu. Þegar stærstu stjörnur alheims- ins springa þá framleiða þær öll þau efni sem við erum búin til úr og dreifa þeim um heiminn. Átta milljörðum ára eftir að heimurinn varð til, varð jörðin til. Við erum úr sömu efnum og jörðin sem við getum rakið til stjarna sem dóu. Mestu hamfarir heimsins síðan Miklihvellur varð. Mér finnst það svo fallegt, því það tengir okkur ekki bara við alheiminn efnafræðilega séð heldur líka í tíma. Þessar ham- farir leiddu til þess að við urðum til. Og svo heldur hringrásin áfram. Því þegar við deyjum þá fara efnin úr okkur ofan í moldina, inn í jörðina sem aðrar lífverur nærast á. Enda- laus hringrás, aftur og aftur. Mér finnst hann fallegur, þessi óslitni þráður. Frá okkur til stjarnanna og uppruna alheimsins.“ Tímaspursmál Og þá að spurningunni sem hann fær alltaf. Hvað með líf á öðrum hnöttum? „Það er tímaspursmál að við verðum vör við líf. Ég vona að það gerist á minni ævi. Ég er ekki mjög bjartsýnn, en ég er sannfærður um líf í geimnum. Það er rökrétt. Fjöldi stjarna er svo yfirþyrmandi mikill, tölfræðilega séð getur ekki annað verið en að það sé líf einhvers staðar þarna úti.“ Hver er mest krefjandi spurning fræðanna? „Það er bara hvernig heimurinn varð til. Fræðin segja okkur ekki hvernig hann varð til. Bara hvað gerðist eftir að hann varð til. Þessi spurning um það hvernig heimur- inn varð til er spurningin í kolli hvers stjörnufræðings, ráðgátan. Vísindin eru ævintýri. Við erum að læra um okkur sjálf, læra um heiminn í kringum okkur. Hvaða ævintýri gæti verið stórbrotnara?“ Upphaf alheims í túbusjónvarpi Sævari finnst skemmtilegt að vekja fólk til umhugsunar með skemmti- legum sögum. Og það gerir hann núna. Meira að segja túbusjónvarpið sem fólk fleygði á haugana í síðasta góðæri geymdi magnaðan leyndar- dóm. „Það eru fáir sem vita það, en í túbusjónvarpinu var að finna sönn- unargagn um að alheimurinn á sér eitt upphaf. Með því að stilla á snjó- komuna þá getur þú hlustað á suð. Eitt prósent af þessu suði kemur frá bakgrunnsgeislum alheimsins sem er merki um að heimurinn hafi átt sér eitt upphaf. Út frá þessu suði má læra ýmislegt um það hvernig heimurinn þróast, allt þetta í túbu- sjónvarpinu,“ segir Sævar og hlær. „Þetta er allt í kringum okkur. Við þurfum bara að vilja sjá það, heyra í því. Horfa.“ Af hverju ekki ESA? Hvernig er staða stjörnufræði og vísinda á Íslandi? „Við eigum að fjármagna háskólann okkar betur. Stjörnufræði er ekkert rosalega öflug, hún er tiltölulega ný vísinda- grein á Íslandi. Við erum hluti af norræna sjónaukanum sem er risa- stórt og byltingarkennt tæki. Þetta er sjónauki staðsettur á La Palma á Kanaríeyjum. En við ættum að hugsa stærra og taka til dæmis þátt í starfi Geimvísindastofnunar Evr- ópu, ESA. Við erum eitt af fáum Evr- ópuríkjum sem taka ekki þátt. Það skilur eiginlega enginn af hverju við tökum ekki þátt, því þetta kostar lít- inn pening. Þetta eru um 800-1.200 milljónir á ári. Það yrði gífurleg lyfti- stöng fyrir Ísland að taka þátt og myndi sporna við spekileka. Þetta er ódýr lausn sem gæti haft víðtæk áhrif til lengri tíma. Annað en þessar stóru lausnir sem stjórnmálamenn tala um. Með fullri virðingu fyrir hugmyndum um áburðarverk- smiðjur framtíðar,“ segir Sævar hæðnislega. „Stjórnmálamenn þurfa að hugsa lengra en í heimahagana.“ Sævar sjálfur leggur hart að sér til þess að búa á Íslandi. „Af hverju flyt ég ekki bara út? Ég er stundum spurður að því. Ég þarf að búa í foreldrahúsum á meðan ég reyni að koma undir mig fótunum. Ég hef mikla ánægju af starfi mínu en afkoman er stundum bág. Ég er bara í sömu sporum og margir af minni kynslóð. Ég neyddist til að flytja aftur heim og er fastur þar í bili. Ég er kennari og launin eru ekkert frábær. En þetta er bara svo skemmtilegt og frábærir nemendur. Þetta er svo efni- legt fólk, við þurfum að hlúa að því til lengri tíma litið. Ég fer oft í skóla og tala við börn um geiminn og heiminn, stundum geri ég það ókeypis. Ég veit að ég ætti ekki að gera það en ég hef bara þessa þörf fyrir að miðla þessari þekkingu. Koma á þessu sambandi við heiminn.“ Skoðaðu sólkerfið úr garðinum Og þetta samband? Þarf sjónauka? Eftir hverju á ég að líta? „Það þarf ekki endilega sjónauka,“ segir Sævar. „Farðu til dæmis bara út þegar sólin sest og horfðu til himins. Ef þú horfir til austurs og það er Næturregnbogar Þegar tunglið er fullt kemur það fyrir að regnbogar sjáist að nóttu til. Regnbogar myndaðir af tungli kallast tunglbogar. Auðveldasta leiðin til að sjá tunglboga er að fara að fossi á fullu tungli. Tunglið verður að vera beint fyrir aftan þig til að regnbogi sjáist í úðanum frá fossinum. Blátt tungl Fyrir kemur að tvö full tungl verða í einum mánuði. Það getur gerst ef fyrra fulla tunglið er fyrsta eða annan dag mánaðar. Þá verður aftur fullt tungl í lok sama mán- aðar. Stundum er þetta seinna fulla tungl kallað blátt tungl. Af reikistjörnunum sjáum við fimm með berum augum, þær Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Venus Þegar reikistjarnan sést á himninum er hún ægibjört og undurfögur, bjartari en björtustu stjörnur. Aðeins tunglið og sólin eru bjartari. Venus er raunar svo björt að hægt er að koma auga á hana um hábjartan dag ef þú veist hvert á að horfa. Líkt og Merkúríus kemst Venus ekki ýkja langt frá sólinni á himninum. Venus sérðu því nánast aldrei um miðja nótt, aðeins á kvöldin eða morgnana. „Við erum úr sömu efnum og jörðin sem við getum rakið til stjarna sem dóu,“ segir Sævar spurður um það fallegasta í fræðunum. FréTTAblAðið/STEFán í túbusjónvarpinu var að finna sönnunargagn um að alheimurinn á sér eitt upphaf. með því að stilla á snjókomuna þá getur þú hlustað á suð. eitt prósent af þessu suði kemur frá bakgrunnsgeislum alheimsins. heiðskírt þá getur þú séð gráfjólu- blátt belti, þér finnst þetta örugg- lega fallegt en veist ekki hvað þetta er, þetta er skugginn sem jörðin varpar í geiminn. Þessi skuggi er stór. Fyrir ofan skuggann er rós- bleikt belti. Þetta er kallað belti Venusar,“ segir hann. „Þú getur skoðað sólkerfið úr garð- inum heima,“ bendir hann á en í dag, laugardag 3. desember, segir hann tilvalið að líta upp við sólsetur og sjá Venus. „Núna er tunglið vaxandi á himnum, þá verður það fallega sigðarlaga í vestri. Rétt þar hjá verður Venus skær og falleg. Það verður fal- leg samstaða Venusar og tunglsins og ef fólk horfir vel þá má sjá Mars líka, sem er örlítið appelsínugulur á lit en miklu daufari en Venus. Svona samstöður verða reglulega og þær eru alltaf jafn óskaplega fallegar og þess vegna hvet ég fólk alltaf til að horfa á þær,“ segir hann. 3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r30 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -6 E 0 C 1 B 8 B -6 C D 0 1 B 8 B -6 B 9 4 1 B 8 B -6 A 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.