Fréttablaðið - 03.12.2016, Síða 22

Fréttablaðið - 03.12.2016, Síða 22
L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi Williams & Halls hefur hafið sölu á sárameðferðarvörum frá hollenska fyrirtækinu L-Mesitran. Allar vörurnar innihalda sérstakt lækningahunang en hunang hefur verið notað í sáragræðslu í þúsundir ára. Hunangið er laust við skordýraeitur, sýklalyf, málma og illgresiseyði og að auki er það geislað til að eyða út bakteríugróum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna árangur og eiginleika hunangs í sárameðferð. Helstu eiginleikar L-Mesitran: Bakteríueyðandi Bólgueyðandi Hreinsar sár og minnkar lykt Örvar sáragræðslu Árangursríkt án mikils kostnaðar L-Mesitran hentar vel á þrýstingssár, sykursýkissár, núningssár, æðasár, brunasár (1°og 2°), krabbameinssár, sýkt sár og skurðsár. Ekki skal þó setja neitt á ný brunasár heldur þarf að kæla þau fyrst með volgu vatni og fá læknisaðstoð ef þörf krefur. Smyrslið og gelið er einfaldlega borið beint á sárið og umbúðir síðan yfir. Rétt er að benda á að leita ráða hjá lækni ef þörf krefur og eins ef mikil sýking er í sári. Nánari upplýsingar fást á www.wh.is. Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Lyfjaveri, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki, Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur. Nú er ég nýútskrifuð sem grunnskóla- og framhalds-skólakennari og var að hefja störf sem grunnskólakennari í haust. Mér líður vel í vinnunni og finnst þetta mjög gaman. Ég kenni stundum yfir 130 nemendum á dag og ber því mikla ábyrgð. Ég vinn til kl. 16 á daginn, nema á föstu- dögum og hef líka unnið á kvöldin heima. Ég legg mig fram um að vera góður kennari og koma efninu sem best til skila til nemenda, ásamt því að hafa fjölbreytta kennsluhætti. Ég kvarta ekki undan starfinu mínu, því mér finnst það skemmti- legt. Það er frekar sérstakt að vera að hefja starf sem grunnskóla- kennari á þessum tíma. Kennarar sem hafa kennt í einhvern tíma eru ósáttir við launin. Margir eru ósáttir við viðveruna og vinnumat. Ég get ekki myndað mér of mikla skoðun á þessum fyrrgreindu atriðum, nema laununum. Mér finnst sanngjarnt að nýútskrif- aður kennari eigi að fá grunnlaun upp á 500.000 kr. Miðað við þá prósentuhækkun sem kennurum býðst núna myndu launin mín hækka um sirka 44.000 kr. Það nær ekki upp í 500.000, heldur er nær 400.000 kr. Ég sem kennari þarf að hafa þak yfir höfuðið, kaupa í matinn, reka bíl og kaupa tryggingar eins og flestir aðrir. Útgjöld einstakl- inga á fyrrgreindum atriðum hafa hækkað eins og margt annað í sam- félaginu. Ef við lítum til menntunarinnar, að breyta náminu í 5 ára nám, þá þarf að endurskoða bæði lengd- ina á náminu sem og innihaldið. Ég er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði, en mastersnám- ið skilaði því miður ekki mikilli nýbreytni. Mér og grunnskóla- kennaranemum fannst þetta mikil upprifjun á námssálfræði, aðferða- fræði og fleiru. Launin hækka svo í þokkabót lítið miðað við að taka masterinn. Mér finnst sorglegt að sjá þessa reiði og vonleysi í kennurum sem þeir búa yfir í dag. En hins vegar skil ég þá að einhverju leyti. Ég vona svo innilega að launin og kennaramenntunin breytist í jákvæða átt fyrir kennara svo sam- félagið geti haldið í kennara í stétt- inni og fengið einstaklinga í kenn- aranámið. Kennarar eiga skilið að fá laun samkvæmt menntun og ábyrgð Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjöl- breytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroska- hömlun,  ábendingu um  að ein- hverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í göng- una og verið sýnilegt. Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grát- stafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í sam- félaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttar- kerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauð- ung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttinda- brotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar sam- stöðu með öðrum minnihluta- hópum sem þurfa að þola mann- réttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður ein- staklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjón- ustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannrétt- indabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatl- aðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasam- tök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Brotið á réttindum fatlaðs fólks því eftirlitið brást! Guðrún Kjartansdóttir grunnskóla- kennari Mér finnst sanngjarnt að ný- útskrifaður kennari eigi að fá grunnlaun upp á 500.000 kr. Aileen Soffía Svensdóttir formaður Átaks Snæbjörn Áki Friðriksson varaformaður Átaks Við finnum til mikillar sam- stöðu með öðrum minni- hlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur mikl- um vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. 3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -8 6 B C 1 B 8 B -8 5 8 0 1 B 8 B -8 4 4 4 1 B 8 B -8 3 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.