Fréttablaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 32
M ín áhugamál tengjast handverki að mestu, enda er ég alin upp við handverk. Pabbi var
bólstrari og mamma eina íslenska
konan sem lauk námi í körfu
mublusmíði. Einn vetur var ég í
Noregi í skóla og stúderaði mynd
vefnað, fór mikið á sýningar og í
kirkjur og einhverra hluta vegna
fékk ég áhuga á altarisdúkum
enda hafði ég lengi safnað textíl og
sýslað með munstur. Ég hafði sam
band við vinkonu mína, Oddnýju
E. Magnúsdóttur á Húsavík, sem er
þjóðfræðingur og spurði hvort hún
væri ekki til í að koma með mér í
íslenskar kirkjur að skoða altaris
dúka og hún var það. Þannig fór
snjóbolti af stað.“
Þetta segir Jenný Karlsdóttir,
fyrrverandi kennari, sem vinnur að
því að mynda og skrá altarisdúka í
öllum kirkjum landsins. „Við Oddný
erum búnar að kemba Norður
landið, Borgarfjörð, Árnessýslu og
Fljótsdalshérað og fara þar í hátt í
200 kirkjur. Ég gæti trúað að dúk
arnir væru orðnir um 300 því sumar
kirkjur eiga gamla dúka, aflagða og
okkur finnst mikill fengur í að fá að
skoða þá og mynda. Sumir eru líka
komnir á söfn í sínum heimahér
uðum og hefur jafnvel verið bjargað
úr ruslapokum,“ segir Jenný og tekur
fram að þær Oddný séu fyrst og
fremst að rannsaka munstrin, verk
efnið komi trúmálum ekkert við.
Jenný segir aðallega þrjár hann
yrðaaðferðir notaðar við gerð alt
arisdúka, hekl, harðangurssaum
og feneyjasaum. Einnig séu dúkar
handofnir og gerðir með fleiri
aðferðum. „Dúkar með feneyja
saumi eru yfirleitt gamlir. Þeir elstu
sem við höfum rekist á eru um það
bil aldargamlir og nokkrir enn í
notkun. Það er erfitt að nálgast
munstur á slíkum dúkum nú orðið.“
Þær Jenný og Oddný sækjast eftir
að skrá aldur og vinnslusögu dúk
anna og af hvaða tilefni þeir hafa
komist í eigu viðkomandi kirkna.
Þar styðjast þær einkum við upp
lýsingar heimafólks sem þær hitta
á ferðum sínum en ýmislegt er líka
skráð í kirkjubækur. „Oft tengjast
kærleikur og virðing gerð altaris
dúka, í mörgum tilfellum eru þeir
minningargjafir. Við vitum dæmi
um að fleiri en einn ættliður hefur
sameinast um að gera dúk, jafnvel
heilt kvenfélag þannig að dúkur
hafi gengið á milli kvenna þar til
saumaskap var lokið. Til er líka
að kona hafi séð fyrir sér rúmlegu
eða rólegheit í einhvern tíma og þá
notað tímann í að gera altarisdúk.
Svo hafa nokkrar konur gert marga
altarisdúka. Ein þeirra var Anna frá
Moldnúpi undir Eyjafjöllum, við
höfum víða rekist á dúka eftir hana.“
Altarisdúkarnir eru eftir konur í
langflestum tilfellum, að sögn Jenn
ýjar. „Á öllu Norðurlandi vitum við
bara um einn dúk sem karlmaður
tók þátt í að gera með því að teikna
munstur fyrir konu sína. Á sumum
Oft tengist
kærleikur
gerð
altarisdúka
Jenný Karlsdóttir, fyrrverandi kennari,
rannsakar altarisdúka í eigu íslenskra kirkna
ásamt vinkonu sinni, Oddnýju E. Magnús-
dóttur þjóðfræðingi. Þær hafa þegar heim-
sótt um 200 kirkjur í landinu og eiga álíka
fjölda eftir. Í ferðunum safna þær myndum
og sögum af þeim gersemum sem margir
handunnir altarisdúkar eru.
Jenný hefur viðað að sér þekkingu á handverki í tæp 70 ár. Á síðustu árum hefur hún tekið myndir af um 300 íslenskum altaris-
dúkum og er hvergi nærri hætt. Mynd/Auðunn níelsson
Harðangursdúkur, sérhannaður fyrir laufáskirkju í eyjafirði, eftir Ingu Gústafsdóttur. Mynd/Jenný Anna frá Moldnúpi heklaði þessa blúndu þegar hún var í síld á Raufarhöfn og gaf kirkjunni þar dúkinn.
Mynd/Jenný
Gamall dúkur með feneyjasaumi í eigu Garðskirkju í Kelduhverfi. „Þetta munstur er
ekki algengt en þó höfum við fundið það á nokkrum stöðum,“ segir Jenný.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Snyrtistofan Ha lik
Við sérhæfum okkur í
Háræðaslitsmeðferðum
Góður árangur – Gott verð
Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com
Bjóðum einnig árangursríka
húðslípimeðferð
Fyrir Eftir
Fyrir Eftir
3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r32 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
0
3
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:0
7
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
8
B
-5
A
4
C
1
B
8
B
-5
9
1
0
1
B
8
B
-5
7
D
4
1
B
8
B
-5
6
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
0
s
_
2
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K