Fréttablaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 46
Place de la Bourse er eitt af aðalsmerkjum Bordeaux í Frakklandi.
Falleg hús í Mérida í Mexíkó.
1. BORDEAUX, FRAKKLAND
Bordeaux við suðvesturströnd
Frakklands er Íslendingum lík-
lega kunnust fyrir vínin, sem
kennd eru við borgina og unnin
í héruðunum umhverfis hana. En
hún hefur upp á margt fleira að
bjóða og er nú að orðin mun að-
gengilegri en áður. Nýja LGV-
lestarlínan sem kláruð verður um
mitt næsta ár mun tengja borg-
ina við háhraðalestakerfi Evr-
ópu. Þannig mun aðeins taka tvo
tíma að ferðast þangað frá París.
Hið nýlega opnaða safnasvæði
Cité du Vin eykur einnig á að-
dráttarafl borgarinnar líkt og
áframhaldandi uppbyggingin við
bakka Garonne-árinnar. Þá er
veitingahúsamenning borgarinn-
ar margrómuð.
2. HÖFÐABORG, SUÐUR-AFRÍKA
Borgin er sú þriðja stærsta
í landinu en þykir sú feg-
ursta. Sérstaða borgarinn-
ar er að hún er sannarlega afr-
ísk en með alheimsyfirbragð.
Íbúar hafa unnið hörðum hönd-
um við að bæta menningar- og
veitingahúsalíf borgarinnar.
Matargerðarlist í borginni er til-
komumikil. Vínekrur er víða
að finna, hipp og kúl markað-
ir selja ávexti úr sveitunum í
kring og hugvitsamleg veitinga-
húsin hafa hlotið alþjóðlegt lof.
Lista- og hönnunarsenan mun fá
upplyftingu í september þegar
opnað verður nútímalistasafn-
ið Zeitz Museum of Contempor-
ary Art Africa (MOCAA) en það
verður stærsta safn afrískra ný-
listaverka.
3. LOS ANGELES, BANDARÍKIN
Þrátt fyrir orðstír borgarinnar
sem svæði fræga fólksins, heilsu-
öfga og yfirborðsmennsku hefur
Los Angeles unnið sér æ veg-
legri sess sem menningarleg-
ur áfangastaður. Þá er nú orðið
mun auðveldara að komast um í
borginni sem hefur verið þekkt
fyrir bílamenningu sína og lé-
legar almenningssamgöngur.
Stækkun metro-kerfisins í ár
hefur auðveldað fólki mjög að
komast úr miðbænum og til Santa
Mon ica þar sem er að finna falleg-
ar strendur. Átakið Car Free LA
hjálpar ferðamönnum að komast
um án bíls.
4. MÉRIDA, MEXÍKÓ
Framboð menningar og lista er
mun meira í Mérida en annars
staðar á Júkatanskaganum. Þar
má finna ótrúlegt úrval lifandi
tónlistar, listasýninga og dans-
sýninga auk þess sem þar er að
finna líflega matarmenningu.
Mérida var valin menningarborg
Ameríku árið 2017 og af því til-
efni verða risastórir menningar-
viðburðir allt árið. Þá þykir þessi
svokallaða Hvíta borg ein af ör-
uggustu borgum Mexíkó.
5. OHRID, MAKEDÓNÍA
Ohrid stendur á mögnuðum stað
við fallegt vatn með sama nafni.
Fagurt er að horfa yfir borgina af
vatninu en efst trónir forn kastali,
Car Samoil, sem talinn er vera frá
tíundu öld. Í Ohrid voru eitt sinn
365 kirkjur og hefur stundum
verið talað um hana sem Jerúsal-
em Balkanskagans. Borgin er á
heimsminjaskrá UNESCO. Borg-
in er vinsæll ferðamannastaður
og þykja strendurnar þær bestu í
landinu. Fyrirhugaðar eru miklar
framkvæmdir og hótelbyggingar
sem líklega munu breyta útliti og
menningu borgarinnar til fram-
búðar. Því er tilvalið að skoða
þessa sögulegu borg áður en það
gerist.
6. PISTOIA, ÍTALÍA
7. SEÚL, SUÐUR-KÓREA
8. LISSABON, PORTÚGAL
9. MOSKVA, RÚSSLAND
10. PORTLAND, OREGON
BORGIR ÁRSINS 2017
Á hverju ári velur Lonely Planet tíu áhugaverðustu borgirnar til að
heimsækja. Hér eru þær borgir sem urðu fyrir valinu árið 2017.
Lúxushverfið við Llandudno-flóann er úthverfi Höfðaborgar.
Los Angeles er orðin mun aðgengilegri
fyrir ferðamenn eftir að almennings-
samgöngur bötnuðu.
Í Ohrid voru eitt sinn 365 kirkjur og
hefur stundum verið talað um hana
sem Jerúsalem Balkanskagans. Borgin
er á heimsminjaskrá UNESCO.
1
3
2
4
5
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Flott jólaföt, fyrir flottar konur
Stærðir 38-58
Netverslun á tiskuhus.is
Flott föt,
fyrir flottar konur
Holtasmára 1
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5465
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Str. S-XXL
Fallegir
kjólar
Kjóll
kr. 13.900.-
3 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R8 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ K Y N I N G A R B L A Ð ∙ H E L G I N
0
3
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:0
7
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
8
B
-B
3
2
C
1
B
8
B
-B
1
F
0
1
B
8
B
-B
0
B
4
1
B
8
B
-A
F
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
2
0
s
_
2
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K